Nú er 1. mars á morgun og styttist ört í vorið.
Og á vorin vaknar ferðahugurinn.
Því er spurt núna:
Hvenær birtist ferðaplan Kaykaklúbbsins hér á síðunni?
Apríl hefur oft verið upphaf einhverra stuttra ferða. Og við þessi sem erum lítið í vetraróðrunum þurfum því að fara að undirbúa bát,búnað og ræðara fyrir spennandi ferðalög -á sjó eða vötnum. t.d tókst Kleifarvatnsróðurinn síðsumars sérstaklega vel.
Hvalfjörður býr alltaf yfir stemningu svo og Vatnsleysuströndin í sjólausu. Fróðlegt væri og gaman ef Ferðanefndarfólkið upplýsti okkur áhugasama ferðaræðara um næstu framtíð í ferðaróðrum...