Fimmtudagsæfing 1.mars Kl 17:00

05 mar 2012 22:30 #1 by Orsi
Já - og hættum að tala um Arnarhreiðrið, eða Hitlersbústaðinn. Þetta heitir Leiðhamrar.

Og hvað annars, staðir breyta vissulega um nafn í takt við ytri breytingar. Öll hin búsældarlega sveit undir Öræfajökli fyrir 1362 gosið átti sín nöfn og ekkert öræfa- neitt var í spilinu fyrr en eftir gos. Öræfasveit var þá allt í einu komin til skjalanna, sömuleiðis Öræfajökull sem áður hét hinu hlýlega nafni Hnappafellsjökull.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 mar 2012 16:34 #2 by Gíslihf
Takk fyrir þetta Sævar, til þess var leikurinn gerður að fá betri fræðslu.

´Ég kannast við þetta úr langferð minni þegar ég gaf vaktmönnum Gæslunnar staðarákvörðun með miðum og örnefnum en þeir vildu helst skrifa niður tölur en ekki þurfa að líta á kortin.

Nú erum við Reykvíkingar búnir að setja landfyllingu úr húsgrunnum og annarri jarðvinnu yfir mörg örnefni og merka sögu strandar okkar og það sem eftir stendur hefur sumt fengið ný heiti manna millum eins og Veltuvík og Kennsluvík!

Við skulum eftirleiðis muna að sumir gleyptu sjó í Gorvík þegar þeim var kennd félagabjörgun, en hvað ætlið fólk hafi verið að gera í Leyni þarna.

Mér detta í hug fleiri ný staðarheiti við Gufunes, það gætu verið Fjóshaugar upp af Fjósaklettum, Haughús byggingarnar þar og baðströndin við bryggjuna mætti vera Fúlafjara.

Í fúlustu alvöru, þessu gömlu örnefni ilma vel og við ættum að reyna að kunna heiti þeirra.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 mar 2012 14:37 - 02 mar 2012 16:10 #3 by Sævar H.
Áður enn að GPS tækin urðu almenn var notast við kennileiti og staðarheiti til staðarákvörðunar.
Mönnum var sagt til vegar með tilvitnum í staðhætti og kennileiti Nú eru þessi gömlu örnefni smátt og smátt að týnast -það þurfa fáir á þeim að halda.
Komist maður í vandræði og þarf aðstoð - þá er síminn tekinn upp og hringt í 112 og gefið upp t.d N64 09 376 W 21 46 158.
Hér áður hefðu menn sagt: Ég er í Gorvík austan við Hamar og neðan við Háumýri alveg við slakkann Leyni. En þetta er staðurinn sem GHF kallar nú "Kennsluvík" :(

Innanvert við Gorvík er Þangflöt og útaf Þangflöt er Litlasker eða Selssker og útaf því er Stórasker. Skerið út við Geldinganes að austan heitir Sauðasker Þannig að ef menn og konur eru ekki með GPS og þurfa aðstoð gæti staðháttalýsing skipt sköpum... :)

Góða skemmtun

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 mar 2012 10:57 #4 by Gíslihf
Það vorum við Egill, Bjarni, Gísli S., Þóra og undirritaður GHF, sem fórum á sjó í austan vindi 10 m/s á að giska. Bjarni er ekki orðinn mikill brimbrjótur enn, þannig að við læddumst með landi móti vindi.

Leiðin liggur framhjá skjólsælli vík sem ég þekki því miður ekki nafnið á en get nefnt "Kennsluvík" í bili því að þangað fara Maggi og fleiri oft til að kenna nýliðum félagabjörgun. Gott væri að vita fleiri örnefni í þessari grennd við gámabyggð klúbbsins.

Síðan fórum við hring umhverfis Leirvogshólma en þar flaut rétt yfir rif út í hólmann vegna sjávarstöðu. Við Bjarni héldum sömu leið til baka en þau hin hleyptu undan vindi í átt að Veltuvík.

Er þessi saga svo ekki lengri.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 feb 2012 21:35 #5 by Guðni Páll
Eins og síðasta Fimmtudag þá verður æfing kl 17:00 fyrir þá sem vilja. Það er minnu um róður í á þessum dögum menn eru frekar að æfa veltur og félagabjörgun og annað skemmtilegt. Allir velkomnir auðvitað og sérstaklega mælt með að þeir sem eru að fara til Vestmanneyja mæti.


Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum