Áður enn að GPS tækin urðu almenn var notast við kennileiti og staðarheiti til staðarákvörðunar.
Mönnum var sagt til vegar með tilvitnum í staðhætti og kennileiti Nú eru þessi gömlu örnefni smátt og smátt að týnast -það þurfa fáir á þeim að halda.
Komist maður í vandræði og þarf aðstoð - þá er síminn tekinn upp og hringt í 112 og gefið upp t.d
N64 09 376 W 21 46 158.
Hér áður hefðu menn sagt: Ég er í
Gorvík austan við
Hamar og neðan við
Háumýri alveg við slakkann
Leyni. En þetta er staðurinn sem GHF kallar nú
"Kennsluvík"
Innanvert við Gorvík er
Þangflöt og útaf Þangflöt er
Litlasker eða
Selssker og útaf því er
Stórasker. Skerið út við Geldinganes að austan heitir
Sauðasker Þannig að ef menn og konur eru ekki með GPS og þurfa aðstoð gæti staðháttalýsing skipt sköpum...
Góða skemmtun