Sundlaugaræfing

05 mar 2012 19:03 #1 by Jói
Replied by Jói on topic Re: Sundlaugaræfing
Ánægður með þetta innlegg Gísli, þetta má oftar gera!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 mar 2012 17:47 - 05 mar 2012 17:50 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Sundlaugaræfing
Þær eru venjulega stuttar tilkynningarnar frá sundlauganefnd og ætla ég að bæta úr því með frásögn af því hvað var að gerast á þessari æfingu.

Smári og fleiri voru að dunda sér við veltur eins og venjulega.

Ég var að æfa mig í að fara inn í bátinn á hvolfi, setja svuntuna á í kafi og velta síðan upp. Þóra, Ingi, Guðni Páll og Hörður þurftu endilega að herma þetta eftir mér! Þetta er náttúrulega mjög hentugt á sjó í leiðinda veðri, því að það er skjól í kafi og bátinn fyllir ekki meðan verið er að loka svuntunni.

Maggi var að æfa nokkra í björgun félaga í öngviti. Það er auðvitað fínt en fyrir mig persónulega væri meira öryggi í því ef félagar væru búnir að æfa björgun sofandi ræðara. Ég hef nefnilega aldei misst meðvitund á minni tiltölulega löngu ævi, nema þegar einum svæfingalækni tókst að ná mér niður með einhverju gasi. Aftur á móti hef ég sofnað a.m.k. tvisvar í miðjum róðri og var þá einn, en vaknaði sem betur fór um leið og ég var að velta.

Aðrir lágu lengst af á hliðinni í lauginni eins og letihaugar.

Lárus var að æfa einhverja veltu sem ég skil ekki, þá byrjar hann með árina á bakinu og kemur upp með hana á maganum.

Loks má telja þá sem voru lengst af í heita pottinum til að ræða ástand og horfur í heimi kayaksins.

Sem sagt eitthvað fyrir alla!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 mar 2012 09:44 #3 by maggi
Sundlaugaræfing was created by maggi
Það er æfing í lauginni í dag mæting kl 1600

Sundlaugarnefnd

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum