Félagsróður 10.Mars

10 mar 2012 22:04 #1 by Sævar H.
Þessi gömlu örnefni hinna fyrstu kayaklandnema í Geldinganesinu-vekja upp góðar minningar og tilhlökkunar vorsins.. Þó má ekki gleyma mjög merku kennileiti sem er skammt norð-vestan við Veltuvík og það er Öxlin. Þar voru fyrrum unnin frækileg afrek við landtöku í brimi miklu. :woohoo:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2012 18:09 #2 by Guðni Páll
Líst vel á það:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2012 17:51 #3 by halldob
Replied by halldob on topic Re: Félagsróður 10.Mars
Það er nú þannig að þegar maður hefur sjálfur setið í hlýrri stofunni á meðan þið voruð að taka á því verður maður að reyna að gera sig breiðan með einhverju. Einhverntíma bendi ég þér kannski á hvar Gleraugnasker, Hitlersbúðir og Arkitektarif er að finna.
kv.
Halldór Bj.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2012 17:44 #4 by Guðni Páll
Hef ekki hundsvit hvað þessi svæði heita en já við rérum þangað!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2012 17:37 #5 by halldob
Replied by halldob on topic Re: Félagsróður 10.Mars
Eftir myndunum að dæma getur ekki hafa verið róið í átt að Grafarvogi því að það er vogurinn sem Gullinbrú liggur yfir. Svæðið frá eyðinu og austur að Korpu heitir eftir því sem ég best veit Blikastaðakró. Ég geri ráð fyrir því að það sé leiðin sem róin hefur verið og síðan lensað til vesturs í átt að Veltuvík á Geldinganesi.
Kv.
Halldór Bj.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2012 16:44 #6 by Guðni Páll
Smá stillinga vandamál! En þetta á að vera komið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2012 15:22 #7 by Jói
Replied by Jói on topic Re: Félagsróður 10.Mars
Áttu ekki að vera fleiri myndir en bara ein af sjálfum þér hehe?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 mar 2012 13:45 - 10 mar 2012 16:43 #8 by Guðni Páll
Það voru 14 sem mættu í morgun í 10-15 m/s og var róið í átt að Grafavogi og þurftu menn að hafa fyrir þeim legg. Síðan var stefnan tekinn í Veltuvík og var lens þangað og þar fór 1 á hvolf og var tekinn félagabjörgun sem gekk þokkalega og voru menn að æfa sig á meðan í Veltuvík, eftri stutt stopp þar var róðið heim á leið og var búið að hvessa og alda orðinn meiri. Flottur róður í rokinu :-)

Þeir sem mættu:
Páll R,Jón Björgvin, Perla, Kolla, Lárus, Sveinn Axel, Valdimar, Kristinn, Egill, Sigurjón, Guðni Páll, Smári og Ingi reru 6 km í rokinu í morgun.
Allskonar björgunaræfingar viljandi og óviljandi...


Myndir:
plus.google.com/photos/11107859368005508.../5718269544359796385

Guðni Páll
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum