Takk fyrir það Gísli, ég vona að ég hafi verið klúbbnum og sjálfum mér til sóma. En held að það hefði verið hægt að tala við hver sem er úr þessum hópi sennilega komið það sama út. En já ég reyndi að koma því á framfæri það að öryggið væri NR 1 hjá okkur en samt væri þetta mjög spennandi sport. En við þekkjum það allir að það er oft ansi ógnvekjandi að sjá ölduna brotna yfir sig.
En í sambandi við þessa yfirlýsingu um hringróðurinn minn þá hefur það ekki verið neitt leyndarmál og flestir sem þekkja mig vita að ég hef hugsað um þetta í nokkurn tíma og ætla að láta að þessu verða sumari 2013 af hverju þá? Jú ég var búin að hugsa hvort ég ætti að kýla á þetta í sumar en tók svo ákvörðun að réttast væri að ná mér í meiri reynslu í sumar og næsta vetur og taka síðan þetta verkefni. Ég held að það sé mjög mikilvægt að vera vel undirbúinn í þessa ferð og reynslu mikill einnig þarf góða aðstoð við undirbúning og ég veit að e´g fæ hann hjá þér og öðrum félögum mínum. Og með þessari yfirlýsingu þá set ég pressu á mig og vonandi fæ ég góð fyrirtæki til að aðstoða mig við þetta. Gaman væri að kvikmynda þetta og gera kannski góða ferðasögu.
Guðni Páll
Vonandi Hringfari NR 2