þriðjudagsróður 13.03

14 mar 2012 10:59 #1 by eymi
Replied by eymi on topic Re: þriðjudagsróður 13.03
Djöfull að missa af þessu maður... :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2012 23:25 #2 by Guðni Páll
Alveg þræl skemmtilega skrifað hjá þér LG. Flottur róður í dag

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 mar 2012 22:44 #3 by Larus
það voru hress ungmenni sem mættu til æfingar i dag, blíðviðri og flottar öldur i fjarska við Viðeyjar endann , ferðinni var fyrst heitið i Fjósakletta það sem flottar "brimreiðar bárur" mynduðust við fögnuð viðstaddra. Svenni var að prufukeyra ( í annað skipti ) karbon ár grænlenska - assk. laglegt apparat og vel brúklegt virtist vera. Næsti áfangastaður var endinn á Geldinganesi en þar voru ansi stórar öldur sem skullu á klettunum,á endanum norðanverðum þurfti þingeyrar prinsinn skyndilega að pissa og gerði sig líklegan til landtöku i grjótvík einni sen hér eftir verður uppnefnd- en kappinn hlunkaðist úr bátnum klöngraðist i land á milli þess sem ölduskaflarnir dundu á honum, eiginlega bara nokkuð laglega gert enda drengurinn seigur, hringfarinn átti næsta leik en var ekki nógu snöggur undan öldunni sem skellti honum á klett svo skemmtilega small i bátnum þegar hann svo snyrtilega brotnaði en kallinn endaði á landi -óslasaður, næsti i röðinn var ónefndur ræðari úr Breiðholti, eitthvað var hann að hangsa við og lét skaflinn ná sér og velta á klettinn sem braut fyrri bát, ekki brotnaði báturinn við þessa aðför en aumingjans árin var heldur orðinn mjórri i annan endann eftir átökin við klettinn en að lokum tókst þá að velta sér af klettinum og upp en aldrei náði kappinn landi -árin var reyndar láns-ár en svo skemmtilega vildi til að eigandinn er knár árasmiður úr Garðabæ sem bara reddar og límir. Aðrir ræðarar sáu ekki ástæðu til að prufa landtöku eftir tvær all nokkuð mistækar tilraunir til landdtöku, heim á leið var róið um Veltuvík þar sem aðeins var velt eins og vera ber, skömmu eftir veltuvík sáu einhverjur óprúttnir ræðarar ástæðu til að hrekkja breiðhyltinginn, þurfti reyndar ekki mikið til að velta honum á kaf, eitthvað var kappinn ekki alveg viðbúin því uppferðin flæktist all verulega fyrir honum þannig að ekki var annað að gera en að losa svuntuna og fara þá leiðina upp, aðstæður voru að vísa ekki góðar - spegilsléttur sjór og lendal ár i hendi - reyndar öfug en það hefði ekki átt að flækjast fyrir reyndum ræðara sem er búin að ná veltunni á góðum degi i lauginni. En það var undarlegt að fylgjast með nærstöddum ræðurum vestfirðingnum og karbon ára snillingnum úr Hafnarfirði sem fannst þetta bara fyndið og niðurlæging sundkappans algjör, heimferðin var næsta tíðindalaus eftir þetta enda undirritaður rúinn öllu sjálfstrausti til frekari æfinga, smá grunnatriði eins og að standa i bátnum voru reynd án mikils árangurs, brotinn bátur hringfarans náði heilu og höldnu til höfuðstöðvanna og brotinni ár var skilað með þeim orðum að hún hefði ekki verið að virka neitt vel, ræðara voru Gísli Hf og Gísli Karls, Svenni, Hörður, Páll R, Guðni og undirritaður.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum