Nauthólsvík - Geldinganes 14.3.2012

15 mar 2012 16:35 - 15 mar 2012 16:36 #1 by Sævar H.
þetta hefur verið hörku þrekróður-jafnvel allt að mörkum eilífðarinnar. Það þarf að gæta þess að fara ekki yfir landamærin. Það er engin leið til baka. :( Góð frásögn og skemmtileg- fyrir okkur sem heima sitjum-Þó var ég að koma af sjó núna re´tt í þessu. Það var um 2.5 metra ölduhæð fyrripart en síðan hafstilla og sól. :)Vorið er að koma

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2012 15:00 #2 by Orsi
GLÆSILEGA GERT.
Þarna fóru kayak-ninjur um firði tvo, með lipurð kattarins og grimmd háhyrningsins. Helvíti gott.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 mar 2012 10:58 - 15 mar 2012 13:39 #3 by Gíslihf
Ég hafði sett mér þjálfunarátak sem ég lét marga félaga vita um og kallaði marsátak. Það fólst í 6 viðburðum í þessari viku og þessi róður fyrir Gróttu var 3. viðburður en einmitt síðdegis hvessti að úr norðvestri. Við Eymi, Guðni Páll og Páll R fengum að finna fyfir því.

Við fórum á sjó í skjóli í sandfjöru sjósundfólks en við enda flugbrautar var skjólið búið. Vindstyrkur var breytinlegur á bilinu 10 til 16 m/s og var enga hvíld að fá, þó svitnaði maður ekki, vindur og ágjöf sáu um kælinguna. Eymi ræddi við björgunarsveitarmenn sem voru að lenda í litlu höfninn þarna um sjólagið og við kíktum upp á eiðið, hvítir brotaskaflar sáust hér og þar og við Gróttu sá ég "brimgos" þeytast upp í loft. Félagarnir höfðu á orði að fínt væri að fara á lensi til baka en voru þó til í að kíkja fyrir grandann, það er suðurhornið á nesinu. Svo fór að við fórum fyrst innan brota og svo út fyrir landbrotin, fyrir Gróttuvita og undan öldu að Akurey. Í myndasafni Guðna P eru ekki myndir af kaflanum fyrir Gróttu! Öldudalir voru um 4 m djúpir á kafla en vindurinn farinn að minnka, líkleg nú um 10 m/s.

Aldan heldur áfram fyrir innan Akurey í áttina að Eiðsgranda en skjól myndast sunnan við eyjuna og þar eru sandrif með litlu hliði sem við fórum í gegnum með aðfallsstraumi og í land í skjólinu þar fyrir aftan. Aðeins lengra til norðurs með fjörunni gusaðist brimið upp.

Nú var kveikt á næturljósum og lokið við róðurinn og bar fátt til tíðinda. Alls tók ferðin um fjóra og hálfan tíma en í góðu veðri er þetta um fjögurra tíma róður, við vorum nær klukkustund eftir áætlun í Akurey en unnum svo um hálftíma upp á undanhaldinu.

Það sem stendur svo upp úr hjá mér, er að þetta varð ofreynsla, þannig að púlsinn var of hár í margar stundir á eftir og ég var verulega kulvís eftir róðurinn. Ég læt því "marsátaki" lokið að sinni en daginn fyrir þennan róður braut ég Explorerinn í lendingu í klettavík.

Um kvöldið komu þrjár gamlar minningar í hugann sem minntu á þetta líkamsástand. Ein frá unglingsárum og tvær úr hringróðrinum, í bæði skiptin eftir 80-90 km róður. Eymslin í skrokknum, tilfinning að vera kominn að mörkum - og ég var búinn að gleyma því öllu, mundi bara eftir því góða og skemmtilega. Ofáreynsla má ekki koma fyrir þann sem ferðast einn til fjalla þá getur hann orðið úti. Í langferð á kayak þarf ávallt að hafa í huga varastaði til lendinga t.d. með þetta í huga.

Ég þakka þessu öflugu félögum fyrir góða samfylgd, það réðu allir vel við þetta sjólag og aðstæður, en allir voru þreyttir.

Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 mar 2012 23:32 - 14 mar 2012 23:56 #4 by Guðni Páll
Gísli H ætlar að skrifa lýsingu á þessum róðri á morgun en ég hendi myndum hérna inn og Eymi kemur kannski með video við tækifæri. En ég þakka bara fyrir magnaðan róður.

Samkvæmt mínum mælingum þá voru þetta 24.Km


plus.google.com/u/0/photos/1110785936800...hkey=CJWH0Nniu7W5xgE



Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum