Það var vestan vindur við höfuðstöðvarnar i morgun, hálfkalt og töluverð alda þegar haldið var i róður á móti vindinum áleiðis i Fjósakletta þar sem smá skjól var að finna, þaðan var tekin stefna á austurenda Viðeyjar- allt beint upp i ölduna, sunnan við var heldur skaplegra og fór hópurinn að Hrafnasandi þar sem tekið var kaffistopp. Smá sólaryl fengum við i skjólinu þannig að dvölin var bærileg i Viðey, heimferðin var undan vindi og að mörgu leyti léttari róður. Við enda eyjarinnar þétti róðrarstjórinn ( piltur frá Þingeyri) hópinn áður en tekist var á við ölduna sem kom aftan að á hlið á leiðinni yfir að Gufunesi, allt gekk eins og i sögu yfir að Fjósaklettum þá fór að koma stífleiki i mannskapinn og þá gerast hlutirnir hratt, tveir ræðarar Jón og Valdi fengu sér smá sundsprett, Maggi og undirritaður voru nálægir og stukku i bjarganir ásamt aðstoðarmönnum sem gengu eins og i sögu. Eftir þéttingu hópsins við Fjósakletta var lagt af stað yfir svæði þar sem grynningar eiga það til að sópa upp stórum öldum sem reyndust skeinuhættar, Kolla fékk eina hlussu yfir sig sem endaði með sundi, björgun gekk vel og áfram var haldið, eins og oft vill verða þá er sjálfstraustið eftir veltu aðeins laskað og kuldinn búin að taka fínhreyfingarnar i burtu þá klikkar oft eitthvað aftur og eftir stuttan róður velti hún svo aftur,í þetta skiptið missti hún bátinn frá sér, undirritaður náði i bátinn á meðan Guðni tók hana á skutinn og Svenni setti spotta i mig og eftir doldið bras komumst við til þeirra, hún kom sér i bátinn sem var hálf-fullur af sjó og komin ansi nálægt klettastöndinni, Guðni tók okkur þá i tog svolítinn spotta þar til við komum að smá sandströnd i lítilli vík þar dúndraði hann sér upp og við á eftir. Eftir smá upphitun var lagt af stað aftur og gekk heimferðin vel enda orðið stutt að fara. Lærdómsríkur og skemmtilegur róður, Guðni Páll, Sveinni, Smári, Guðni, Valdimar, Þorbergur, Klara, Kolla, Örlygur, Maggi, Egill ,Jón og undirritaður
lg