félagsróður 24.03

24 mar 2012 18:22 #1 by Larus
félagsróður 24.03 was created by Larus
enn og aftur var vindstekkingur af austan i höfuðstöðvunum þegar hópur ræðara var að gera sig kláran, sökum stórstreymis og góðrar tímasetningar þótti við hæfi að skoða strauminn undir gullinbrú ferðin gekk vel undan vindi, einn nýliði og tveir minna vanir voru með i för en þeim gekk róðurinn vel, undir brú var hörku straumur sem gott var að nota til æfinga, eftir kaffistopp og aðeins meiri leik og æfingu var haldið til baka við fjósakletta var vindurinn orðinn ansi mikill og aldan komin á góðan sprett, en allt hafðist þetta að lokum þó heimförin væri tafsöm frá fjósaklettum smá björgunarstúss og önnur aðstoð var veitt eftir þörfum

ræðarar voru svenni, hildur, þorsteinn-nýliði, sigmundur-straumkall, birgir, kristinn, valdimar, palli r, egill, eymi, maggi, gísli k, smári, einn sem ég kann ekki nafnið á og undirritaður

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum