Ég læt það nú vera hvað það er leiðinlegt þótt eitthvað af þessu dóti týni tölunni eða gefi sig vegna ofnotkunar! Það getur stundum verið skemmtilegast eftir á þegar ár hefur brotnað eða gat komið á bátinn við að fleyta kellingar á klettum í vafasamri lendingu!
Það er líka bara fínt ef hjálmur rispast aðeins á botninum - aðalmálið er að fara ekki illa með líf og limi og skemma ekki hárgreiðsluna með því að skrapa botninn.
Aftur á móti er hundfúlt að tapa bíllyklunum í sjóinn eða farsíma með öllum símanúmerunum í.
Svo getur komið fyrir að maður týni búnaði í eigin bílskúr - ég velti t.d. fyrir mér hvernig sá sem stundar fjallahjólasport, fjallgöngur og klifur og sjókayak veit hvar allt dótið er