Búnaður Kayakklúbbsins ???

07 apr 2012 12:50 #1 by Gíslihf
Ég læt það nú vera hvað það er leiðinlegt þótt eitthvað af þessu dóti týni tölunni eða gefi sig vegna ofnotkunar! Það getur stundum verið skemmtilegast eftir á þegar ár hefur brotnað eða gat komið á bátinn við að fleyta kellingar á klettum í vafasamri lendingu!
Það er líka bara fínt ef hjálmur rispast aðeins á botninum - aðalmálið er að fara ekki illa með líf og limi og skemma ekki hárgreiðsluna með því að skrapa botninn.
Aftur á móti er hundfúlt að tapa bíllyklunum í sjóinn eða farsíma með öllum símanúmerunum í.
Svo getur komið fyrir að maður týni búnaði í eigin bílskúr - ég velti t.d. fyrir mér hvernig sá sem stundar fjallahjólasport, fjallgöngur og klifur og sjókayak veit hvar allt dótið er :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2012 18:06 - 06 apr 2012 18:11 #2 by Gíslihf
Úr því verið er að leita að týndu - þá mætti kann hvort nokkur er með tvö eintök af POINT 65 svuntu eða hefur rekist á slíka munaðarlausa.
Búið er að klippa axlaböndin af. Svört eða dökkblá.
Hafi hún orðið eftir í klæðagámi var hún gleymd en ekki geymd síðsumars 2011 :)
Hér ef slík svunta efst á vefsíðu en annar litur
www.point65.se/Default.asp?page=shop&category=9

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2012 01:20 #3 by Guðni Páll
Örlygur svuntan þín var allan tíman í búnaðargámnum að ég held það var nýliði að róa og kom með þessa svuntu úr gámnum en hún passaði ekki á bátinn sem hann var að róa, Hvað vestið þitt varðar þá er leiðinlegt að það sé horfið en það vita allir klúbbmeðlimir að klefinn okkar er ekki geymsla fyrir kayakfatnaðinn.

Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 apr 2012 23:19 #4 by Orsi
Tek undir með síðasta. Og í leiðinni langar mig að þakka þeim sem skilaði nýverið svuntunni minni eftir hálfs árs lán. Vissi að henni hefði ekki verið stolið. Var bara í láni. Takk. :cheer:

En þá er vestið mitt horfið. :pinch: Gult Kokatat vesti með 2 áföstum ljósum og hníf í hulstri. Hékk á snaga í karlaklefanum. Er einhver með það heima hjá sér í láni?

Og endilega skila líka búnaði klúbbsins. Förum inn í sumarið með allt á hreinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 mar 2012 21:33 #5 by SAS
Það vantar verulega upp á búnað klúbbsins í Geldinganesinu. Björgunarvestunum hefur nýlega fækkað verulega á Geldinganesinu sem og svuntur ofl. 10 stk af Long John buxum hafa víst ekki skilað sér eftir einhverja ferðina.

Allt dót klúbbsins er merkt með mjög áberandi "K", þ.a. það fer ekkert á milli mála hver er eigandinn.

Ef þið vitið um eitthvað af dótinu okkar, þá megið gjarna láta okkur vita í stjórninni eða komið því aftur í Geldinganesið.

kv
Sveinn Axel
s: 660 7002
sveinnaxel@gmail.com

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum