Framkvæmdir á höfuðstöðvum klúbbsins. Mæting 09:00

31 mar 2012 22:39 #1 by SAS
Það var stórvirki unnið í dag af mörgum félagsmönnum.

Pallurinn stækkaður um helming, skjólveggur og setubekkur klár. Nýr búningaklefi kominn á sinn stað, búið að tengja hann við hina gámana. Snagar og bekkir komnir upp. Raflagnir komnar vel á stað, ofnar tilbúnir, smá frágangur eftir í kvk klefanum og hurðargatinu í nýja kk klefanum.

Tiltekt í geymslugáminum og aðstöðugámur tilbúinn. Rusl týnt í kringum aðstöðuna. Ferð í Sopru með drasl, innkaup í RFL og Húsasmiðjuna.

Afmælisveislan hans Lárusar haldin með trompi. Litli prinsinn, hann Eyþór var viss um að þetta hafi verið frábær afmælisveisla.

Það hátta margir félagsmenn sáttir og þreyttir í kvöld. Mikið unnið og vel.


Róður í fyrramálið kl 10:00, sundlaug kl 16:00. Það er komið vor.....

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 mar 2012 20:42 - 31 mar 2012 20:42 #2 by Gíslihf
Það var góður gangur í þessu á meðan ég gat verið með frá 9 fram í hádegi - og skemmtilegt - og góðar veitingar! Fróðlegt væri að heyra hvað liggur eftir hópinn í dag.

Sjálfur er ég nú lúinn eftir daginn, ekki eftir klúbbverkin,
heldur tvær litlar afastelpur, sem eru nú að sofna eftir talsverða akjsón :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2012 20:48 #3 by Guðni Páll
Ég kem þarna um hálf 1 og verð klár í róður:)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2012 17:01 #4 by SAS
Við Hildur mætum á laugardagsmorgun.

Það stefnir í góða mætingu, þ.a. við ættum að klára þetta nokkuð snemma. Tökum bátana með og verðum tilbúin í róður ef hentar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2012 13:42 #5 by Þóra
Ég og Klara mætum að sjálfsögðu.

Kv Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2012 06:54 #6 by maggi
Steini ég verð frá kl 0900 til kl 17 í dag 30.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2012 20:06 #7 by Valdi_Kaldi
Neeeei, ég var að fara taka tíunda félagsróðurinn minn í röð á laugardaginn, eins gott að við verðum fljótir því ég ætla mér að róa!

Annars mæti ég með mín tæki og tól, mögulega með megger ef lekaliðinn er ennþá með einhver vandræði?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2012 18:04 #8 by Þorbergur
Ég geri ráð fyrir að mæta en vera ekki lengi 1-2 klst, á von á gestum að utan sem lenda seint á föstudagskvöldinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2012 16:09 #9 by Larus
þetta lítur vel út - hvet alla sem nota aðstöðuna til að mæta og leggja hönd á plóg.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2012 14:07 #10 by SPerla
Því miður að þá kemst ég ekki. Finnst það mjög leiðinlegt en hefði gjarnan viljað koma og taka til hendinni. Verð að láta fallegar hugsanir duga :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2012 12:11 #11 by Guðni Páll
Steini: Ég er ekki alveg viss hvenær Magii verður Þarna fer eflaust eftir hvenær grafan er laus.

Palli: Ég er sjálfur að vinna á Laugardaginn en kem þanra uppúr 12 tek skurk fyrir okkur 2

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2012 10:38 #12 by palli
Já sæll ! Nú fer eitthvað að gerast. Missi því miður af mesta stuðinu þar sem ég er að ferma eitt stk. á laugardaginn. Örugglega illa séð ef ég verð ekki á staðnum þar :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 mar 2012 09:53 #13 by Steini
Líst vel á þetta, hvenær ætlar Maggi að vera þarna í dag og á morgun (29. og 30.) ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 mar 2012 21:47 - 29 mar 2012 22:22 #14 by Guðni Páll
Komið sæl og blessuð

Smá breyting á plani við ætlum að sleppa félagsróðri og mæta kl 09:00 á Laugardaginn og vera búinn snemma bara. Þeir sem vilja geta róið eftir það


Núna þegar vor er í lofti þá er kominn tími til að taka til hendinni í höfuðstöðvum okkar á Geldinganesi, töluverðar framkvæmdir verða þar í þessari viku. Við erum að fá nýjann aðstöðugám til að stækka búningaaðstöðu fyrir konurnar. Ekki ætlum við að láta þar við sitja og verður pallurinn stækkaður til muna og verður reistur skjólveggur við enda pallsins sem mun ekki vera hærri en 130.cm og er fyrst og fremst hugsaður sem skjól fyrir bátana.
Einnig ætlum við að þrífa gámana að innan og gera fínt þarna hjá okkur og vill ég hvetja alla til að mæta á Laugardaginn kl 09:00 og aðstoða við ýmsa vinnu og þeir sem geta endilega komið með skrúfvél með sér, önnur verkfæri verða á staðnum.


Vinnuplan vikunnar
Umsjón yfir verkinu : Magnús Sigurjónsson, Guðni Páll , Stjórn Kayakklúbbsins

Fimmtudaginn 29.mars: Grafa verður að vinna þarna til að laga jarðveginn fyrir nýjan pall, nýja gáminn, og göngubraut í fjöru.

Föstudaginn 30. mars: Kranabíll kemur til að færa gáma, og einnig verður Maggi að gera undirstöður fyrir pallinn og fleira.

Laugardaginn 31. mars: verður vinnudagur hjá klúbbnum mæting kl 09:00 og allir hvattir til að mæta og hjálpa til við að skrúfa dekkið á pallinn og aðstoða við ýmislegt. Þeir sem eiga skrúfvél eru vinsamlegast beðnir að koma með hana með sér, allt annað verður á staðnum.


Því fleiri sem mæta því auðveldara verður þetta fyrir okkur.
Virkjum fjölskylduna í þetta verkefni










Guðni Páll
Formaður húsnæðisnefndar
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum