Og áfram með smjörið .
Glæsileg kona Renata og hefur fallegan róðrarstíl. Ekki komst ég á þennan fyrirlestur og kannski ekki mikill skaði fyrir mig - þar sem tungmálakunnáttan er ekki á háu plani
Mikil fengur væri fyrir okkur sem af ýmsum ástæðum fórum ekki á þennan fyrirlestur að fá svona efnislegan úrdrátt þess sem fengur er að fyrir okkur kayakfólkið....
Þetta er áhugavert í meira lagi:
Fyrirlesturinn High Adventure með ævintýrakonunni Renötu Chlumska í Háskólabíói. kl. 20. miðvkd. 11. apríl.
Frítt inn.
Renata Chlumska er 39 ára þriggja barna móðir sem hefur verið útnefnd af Outdore Magazine sem ein af fremstu ævintýrakonum heims. Hún var fyrst sænskra kvenna að ná tindi Everest og hefur lagt að baki fjölda annarra tinda. Afrek hennar eru ekki bundin við fjallgöngur heldur ná einnig til hjólreiða og siglinga, til dæmis hjólaði hún frá Nepal til Stokkhólms á 4 mánuðum. Árið 2005 hjólaði hún og reri á kajak yfir 48 ríki Bandaríkjanna en ferðin tók næstum eitt og hálft ár. Næsta haust verður hún fyrsta sænska konan til að ferðast út í geiminn.
Atburðurin er á vegum Félags ísl. fjallalækna og 66N