Vorkoman með kayakívafi

05 apr 2012 14:55 - 05 apr 2012 14:58 #1 by Sævar H.
Nú bar svo við í morgun ,skírdag, að ég brá mér í minn fyrsta kayakróður á árinu 2012-síðast var róið á gamlársdag árið 2011.
Kominn tími til að viðra okkur félagana -mig og Hasle Explorer .

Það var rigningarsuddi og nokkur þoka þegar lagt var upp austanmegin frá Eiðinu við Geldingarnesið.
Ljóst var á bílaflotanum að nokkrir voru á sjó. Hitti Þóru kayakkonu sem þó var ekki að fara í róður.

Róinn var hringurinn "Leiruhólmi-Gunnunes-Þerneyjarsund-vestur fyrir Þerney-að Helguhól vestast á Geldinganesi-Viðey skammt frá Eiðinu -um Fjósakletta og í fjöru neðan aðstöðuna á Geldinganeseiðinu.

Þetta mældust heilir 12.35 km og róið var á 2 klst-án stopp. Stillt var á sjó, utan nokkur undiralda var vestur af eyjunum.
Engan kayakræðara hitti ég á þessu ferðalagi mínu.

Það má því segja að við félagarnir Hasle Explorer og ég höfum komið nokkuð vel undan vetri og tilbúnir í vor og sumarróðra.... :laugh:
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum