[img]http://http://largesizepaintings.blogspot.com/2011/06/francois-auguste-biard-greenlander.html[/img]Fjölmennt var í morgun og nýja viðbótin við pallinn alveg gjörnýtt. Súldarlegt og frekar hlýtt en stórstraumsfjara sérstaklega við heimkomuna.
Palli formaður var að sjálfsögðu valinn róðrarstjóri og tók hann festulega stjórnina svo að ekki urðu mikil afföll og allir skiluðu sér á endanum um kl 1300.
Róið var sem leið liggur á milli kletta Fjósanna og svo þverað yfir til austurenda Viðeyjar þar sem stoppað var til að þétta þennan 20 manna hóp sem samanstóð af eftirtöldum ræðurum:
Eva, Kolla, Erna, Catherine, Palli formaður, Valdimar, Össur, Gísli Smiður, Gummi Breiðdal, Lárus, Maggi meistari (á nýjum Valley), Smári (á nýjum Valley), Eymi (á nýjum Valley), Þorsteinn svíi (á nýjum Valley) Gunnar Ingi(á nýjum Valley) San Fransico gestur( á nýjum Valley), Thorbergur obersturmfhurer á gömlum Sæúlfi, Einar Sveins, Kormákur(á nýjum Valley) og Ingi.
Frábær róður og kaffistopp á hefðbundnum stað.
Flestir fóru hringinn suður og vestur um Viðey en við Eva, Kolla og Lárus héldum tilbaka sömuleið og komum rétt á undan hópnum sem fór lengri leiðina, sem kom sér vel við skolun og frágang.