Um tíuleytið þegar klúbbfélgar voru að koma sér fyrir í fjörunni vestanmegin við eiðið sáust tveir ræðarar koma í rólegum heitum í land. Þarna voru mættir hinir árrisulu og hressu Gunnar Ingi og Einar Sveinn sem vegna anna urðu að taka daginn snemma í þetta sinn.
Hinir sem komu á hefðbundnum tíma lögðu af stað þegar búið var að skipa Egil sem róðrarstjóra og hann tilnefndi Lárus fremstan og Pál R sem aftasta mann. Tekið var strojið í réttvísandi vestur og haldið sem leið liggur meðfram norðurströnd Viðeyjar og þar sem að ládautt var og lítill vindur þræddu menn og konur sæbarið fjörugrjótið með allskonar áratækni sem menn hafa verið að fullkomna undanfarið í sundlauginni og víðar. Margir eru komnir nokkuð langt í þessum listum og gaman að sjá þessar kúnstir alveg frítt.
Nokkrar æfingar voru teknar þar sem leikhæfilegar viðkomandi komu verulega á óvart. Þetta er auðvitað vettvangur fyrir þesskonar kúnstir og allir eru nauðbeygðir til að dást að leikendum.
Nokkrir tóku hraðaspretti og lítur út fyrir spennandi keppni á Reykjavíkurleikunum eftir 14 daga, sérstaklega í kvennaflokki og vona ég að þær verði látnar keppa sér svo að maður verði ekki niðurlægður þegar þær þjóta frammúr manni.
Kaffistoppið var á hefðbundum stað í bíslagi Jóns Gnarrs og mætti hann í selsham til að fylgjast með okkur úr hæfilegri fjarlægð.
Í miðjum kaffitíma komu svo Reynir Tómas og Steinum og voru enn að drekka sitt kaffi þegar við héldum austur með suðurströnd eyjarinnar heim þar sem við áttum fullt í fangi við að halda í dömurnar.
Ræðarar voru í þetta sinn á réttum tíma fyrir utan þá sem þegar eru nefndir: Elísabet, Þóra, Klara, Hildur, Kolla, Hörður, Páll R, Eiríkur, Óli, Páll formaður, Sveinn Axel, Lárus, Smári, Maggi, Sigurjón, Þorbergur,Þórólfur Matt, Egill og Ingi.
Samtals 19 ef ég hef talið þetta rétt.
7 voru með grænlenska ár og gaman að sjá þann hóp stækka með hverjum róðri. Við mættum reyndar hinum dverghaga smiði Gísla K á leiðinni heim við Fjósakletta. Ef einhver hefur áhuga á þessum ergonomisku árum sem hafa sannað sig á nokkrum árþúsundum þá er hann maðurinn til að tala við.
Annars var þetta tíðindalítill róður og frábær félagskapur eins og alltaf og gaman að sjá náttúruna taka við sér eftir veturinn þó að ekki hafi verið verulega hlýtt í þetta skipit eða ca+2°C og skýjað.