Ljósmynda og myndbandakeppni

27 apr 2012 13:36 #1 by jsa
Ég er að pæla í hvernig sé best að framkvæma þetta.

Mér dettur helst í hug 2 leiðir.
1) fólk sendir in myndir á netfang Kayakklúbbsins og dómnefnd velur bestu myndirnar.
2) fólk sendir in myndir á netfang Kayakklúbbsins, myndirnar eru birtar á síðu klúbbsins og skráðir notendur síðunar velja bestu myndirnar.

Leið 1 er einföld í framkvæmd, leið 2 er líðræðislegri.

Annars lýsi ég bara eftir fólki sem hefur áhuga á að vinna í þessu með mér. Ég sé fyrir mér að það væri gaman að safna saman myndum yfir árið og veita verðlaun og sýna myndirnar á árshátíð klúbbsins (er ekki örugglega enþá haldin árshátíð?).

Held að þetta geti bara verið einfalt og skemmtilegt, og góð leið til að safna best of kayakmyndum á Íslandi hvert ár til að birta á síðu klúbbisns.
Jón

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2012 12:49 #2 by jsa
Ég er til í að vinna í ljósmynda- og myndbandakeppnisnefndinni, eins og ég get frá Sviss.
Jón

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2012 17:22 #3 by msm
Góð hugmynd!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2012 16:08 #4 by palli
Jú, sammála. Þetta væri alveg gráupplagt.

Spurning hvort einhver áhugasamur bjóði sig fram til að halda utan um keppnina ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2012 15:20 #5 by Jói Kojak
Góð hugmynd.

Ég er byrjaður að safna í sarpinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 apr 2012 17:16 #6 by jsa
Væri ekki stórsniðugt að halda svipaða keppni og ÍSALP heldur.

Veit að straumkayakfólk fengist mun frekar til að mæta í ljósmyndakeppni en alvöru keppni.

hérna er linkurinn á ÍSALP keppnina.
www.isalp.is/frettir/1121-urslit2012.html

jsa

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum