Vorhátíð Kayakklúbbsins 2012 - myndir

03 maí 2012 15:20 #1 by Guðni Páll
Gaman að sjá að menn eru ánægðir með afsökunina mína:) En ég er búin að vera slappur í öxlinni og tók því ekki sénsinn að vera að slíta henni þar sem ég er að fara í 4 star próf í Wales. En Óli ég skal veita þér hörku keppni í Hvammsvíkur maraþoninu.

Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2012 10:13 #2 by Rúnar
Ég kíkti á keppnina þegar búið var að ræsa og keppendur á fullu gasi meðfram Geldinganesi. Ég gat því miður ekki keppt að þessu sinni. Þurfti að mæta með eldri soninn á fimleikaæfingu sem stóð til klukkan 10 og var búinn að nota alla pössunarpunktana mína hjá ættingjum. Ég var sem sagt með góða afsökun ólíkt Guðna Páli ...
Það var greinilega vel staðið að keppninni og hátíðinni og myndskeiðið í RÚV var flott. Ég vona svo bara að veðrið verði nógu slæmt í maraþoninu til að það taki því að draga fram Nordkappinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 maí 2012 19:08 #3 by olafure
Takk fyrir mig. Já það er rétt að ég bætti mig ekki frá því í fyrra. Meðalhraðinn núna var 10,3 en í fyrra var hann 11,4 á brimskíðinu sem er brautarmet. Ég er hins vegar ánægður með hraðann á þessum bát og stefnan var að ná meðanhraðanum yfir 10. Ég saknaði nokkurra kappa á laugardaginn, hvar voru vestfirðingarnir, hvar var Örlygur og hvar var Rúnar. Guðni Páll kom með þá afsökun að hann var að hvíla sig fyrir Wales en ég hefði viljað sjá kappann keppa. Það voru nokkrir ræðarar sem komu á óvart, Eymi var ótrúlegur á grænu þrumunni en hann þrumaði sér strax í kjölsogið á Sveini sem dró hann áfram góðan spöl, Þorbergur og Gunnar Ingi eru greinilega í góðu formi og Þóra var ótrúlega sterk. Stjarna keppninnar var að mínu mati Einar Kristinsson sem var að taka þátt í fyrsta skipti og rær ekki að staðaldri. Einar er hins vegar í dúndur formi og er einn af helstu hjólreiðaspegulöntum á skerinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2012 10:45 #4 by palli
Þetta var snilld. Frábær dagur og fréttin á RÚV flott kynning.

Bestu þakkir til allra sem lögðu hönd á plóg ! :)

Takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 apr 2012 08:57 - 30 apr 2012 09:00 #5 by Össur I
Linkur á fréttina á Rúv

RÚV

Takk fyrir frábæran dag :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2012 10:58 - 29 apr 2012 19:28 #6 by Ingi
Reykjavíkurbikarinn, fyrsta keppni ársins að baki. Tókst frábærlega vel og keppnisnefnd og almannatengill stóðu sig með mikilli prýði.

Aðstæður voru eins og best verður á kosið hlýtt og hæg breytileg átt og því sem næst sléttur sjór.

Allir sem reru settu persónuleg met nema Óli. Endilega leiðréttið mig ef þið vitið betur.

Takk fyrir frábæran dag þið sem báruð hitann og þungann af undirbúningnum: Egill, Össur, Klara og Guðni Páll.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2012 09:58 - 29 apr 2012 10:05 #7 by Egill Þ
Vorhátíðin og Reykjavíkurbikarinn gengu sérlega vel fyrir sig. Veðurspáin var tvísýn dagana fyrir keppni og var spáð allmiklum vindi. Það rættist hins vegar úr veðri og kjöraðstæður voru fyrir keppni. Sumir keppendur höfðu þó á orði að vindur og sjólag hefði mátt vera meira krefjandi til að bæta stöðu báta með góða sjóhæfni en eru hlutfallslega hægari í mildu sjólagi.

Alls voru 19 ræðarar sem tóku þátt í keppninni að þessu sinni. Róið var réttsælis umhverfis Geldinganesið og þaðan róinn hringur umhverfis bauju í Blikastaðakrónni (hólmi var ekki hringaður)

Það voru 15 ræðarar sem tóku þátt í 10 km róðri karla. Að þessu sinni kepptu allir í flokki ferðabáta (enginn keppnisbátur). Sigurvegari varð Ólafur Einarsson og næstir komu Sveinn Axel og Eymundur. Grænlensku árarnar sem hafa mikið verið notaðar á undanförnum vikum voru hvíldar og fimm efstu menn notuðu vængárar.

Í 10 km róðri kvenna sigraði Þóra Atladóttir (eins og í fyrra), tveir keppnedur tóku þátt.

Í 3 km róðri kvenna voru tveir keppendur og sigraði María Breiðdal (eins og í fyrra).

Enginn keppandi var í 3 km róðri karla.

Keppnisúrslit eru í meðfylgjandi viðhengi.

Keppnisnefnd vill þakka öllum sem aðstoðuðu við Vorhátíðina, þar ber sérstaklega að nefna:
• Björgunarsveitina Kjölur sem sá um gæslu
• Áhöfn þyrlunnar
• RÚV fyrir að sýna viðburðinum áhuga
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2012 09:52 #8 by SAS
Video af björguninni og veltur í kjölfarið

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2012 21:10 #9 by Sævar H.
Milli Akureyjar og Gróttu sl. laugardag var mótsstjórninni tilkynnt að þennan laugardag væri ég upptekinn.

Tímabært að fara að trekkja upp klukkuna fyrir Hvammsvíkurmaraþonið. Allt útlit er fyrir að þar verði margt um kayakmanninn og kayakkonuna að etja kappi við 42,5 km maraþonróður sín á milli. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2012 19:41 #10 by Ingi
jú það voru sigurvegarar. hvar varst þú?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2012 18:59 #11 by Sævar H.
Voru einhverjir sigurvegarar-í róðrunum ? B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2012 18:27 #12 by Guðni Páll
Takk fyrir mig félagar þetta var frábær skemmtunog mjög góð æfing fyrir okkur.
Ég átti að skila kveðju frá Áhöfn Þyrlunar. Ég talaði við Viggó Sigmann áðan og hafði hann orð af því að þessi hífing hafi heppnast 100% og þeir voru mjög ánægðir með þetta hjá okkur allt klárt og ekkert vesen.

En við verðum í fréttum Rúv í kvöld. Og vil ég þakka Rúv fyrir áhugann sem þeir sýndu á þessari hátíð okkar í dag.


Guðni Páll Viktorsson
The following user(s) said Thank You: Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2012 17:48 #13 by Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2012 17:39 - 28 apr 2012 17:40 #14 by gsk
Sæl öll og takk fyrir frábæran dag.

Góð mætin og góð stemning.

Hér eru nokkrar myndir sem Bjarni Kristins félagi okkar tók og bað mig um að setja inn á síðuna.

Njótið
Vorhátíð 2012

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum