Reykjavík framtíðarinnar.

28 apr 2012 21:30 #1 by Jói Kojak
Hugmyndin um slalombraut í Reykjavík heldur áfram að sækja á mig. Ég er sannfærður um að Elliðaárnar henta fullkomlega í þetta, þá helst kaflinn fyrir neðan virkjun og niður að brú. Þar þyrfti minnsta vinnu til að útbúa braut, auk þess að hægt er að stjórna rennslinu þar í gegnum stöðina. Ofar í ánum þyrfti að fara í talsvert miklar framkvæmdir.

Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta kostar mikla peninga og örugglega stríð við laxveiðimenn, en maður má nú láta sig dreyma. Læt fylgja með myndband frá brautinni í London, sem notuð verður á Ólympíuleikunum nú í sumar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum