Við vorum 12 stykki sem mættum í félagsróðurinn í rjómablíðunni í gær. Róðið var frá Geldingarnesinu að austanverðu að sandfjörunni sunnan í Þerney. Í Þerney var tekið kaffistopp í góðu yfirlæti. Þar skiptist hópurinn í tvennt og réru þrjú sömu leið til baka. Hinir réru sem leið lá í vestur fyrir Geldingarnesið og inn sundið að eyðinu vestanmegin. Stórfínn róður í rjómablíðu. Hefðbundnar æfingar, félagabjarganir og veltur teknar við gámana.
Þeir sem ég man nafnið á voru: Einar Sveinn, Smári, Svenni, Þórsteinn, Perla, Ólafía, Hannes, faðir og dóttir á Seayak, nýliði á gulum plastara, hraðskreiður grár Seayak og undirritaður. Takk fyrir flottan róður
Kv Össur I