Félagsróðar komnir á fimmtudagskvöld

18 maí 2012 21:19 #1 by noddysson
9 bátar á sjó ef mig minnir rétt í gær 17. maí..
minn fyrrsti róður frá geldingarnesin (sá fyrsti af mörgum)
ekki man ég nöfnin á öllum en þau lærast líklegast..
einn nýliði var í hópnum og stóð sig eins og hetja stúlkan sú..
ég þakka fyrir mig, þetta var mjög gaman..
maður þarf að rifja upp taktana þar sem maður hefur ekkert róið sem heitið getur í ca 4 ár!
kv Hilmar Örn (á barbie)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 maí 2012 20:44 - 11 maí 2012 20:46 #2 by Össur I
Replied by Össur I on topic Félagsróður 10.05.2012
Við vorum 12 stykki sem mættum í félagsróðurinn í rjómablíðunni í gær. Róðið var frá Geldingarnesinu að austanverðu að sandfjörunni sunnan í Þerney. Í Þerney var tekið kaffistopp í góðu yfirlæti. Þar skiptist hópurinn í tvennt og réru þrjú sömu leið til baka. Hinir réru sem leið lá í vestur fyrir Geldingarnesið og inn sundið að eyðinu vestanmegin. Stórfínn róður í rjómablíðu. Hefðbundnar æfingar, félagabjarganir og veltur teknar við gámana.
Þeir sem ég man nafnið á voru: Einar Sveinn, Smári, Svenni, Þórsteinn, Perla, Ólafía, Hannes, faðir og dóttir á Seayak, nýliði á gulum plastara, hraðskreiður grár Seayak og undirritaður. Takk fyrir flottan róður :)

Kv Össur I

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2012 15:44 #3 by Össur I
Bara að minna á róður á morgun fimmtudag klukkan 18:30

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2012 14:21 - 03 maí 2012 14:25 #4 by Össur I
Gleðilegt sumar öll.
Nú eru við samkvæmt gamalli hefð, búin að breyta tímanum á félagsóðrunum.
Við erum kominn á sumarstundatöfluna og róum á fimmtudagskvöldum.
Mæting í Geldingarnesinu klukkan 18:30 og á sjó 19:00
sjáumst í kvöld
kv Össur

[url=http://www.kayakklubburinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=28&Itemid=43[/img]Sjá hér[/url]

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum