Félagsróður 03.05.2012

04 maí 2012 15:58 #1 by Þorbergur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 maí 2012 23:53 - 03 maí 2012 23:56 #2 by Össur I
Við vorum nokkur sem mættum í fyrsta fimmtudagskvöld félagsróður sumarsins. Nokkur norðvestan strekkingur var á Eyðinu en ákvörðun var tekin að láta slag standa og sjósetja vestanmegin og sjá svo til hvernig mönnum litist á. Stefnan var sett á Fjósakletta og gekk ferðin þangað eins og eintómir stjörnuræðarar væru þarna á ferð. Eftir svona frammúrskarani frammistöðu ræðaranna var ekkert annað tekið í mál en að halda stefnunni svipaðri og nú tekið mið á vesturenda Viðeyjar. Þessa leið fenguð við dulítið meira pus en áður en ekkert þó meira en svo að allir höfðu gaman af. Þegar hingað var komið vorum við komin í var og dóluðum okkur í norðvestur með ströndinni að Viðeyjarferjubryggjunni þar sem við tókum kaffi. Heimleiðinn gekk vonum framar en þegar hér var komið sögu var allur vindur úr sögunni og dottið á með þessari líka rjóma blíðunni, spegilsléttum sjó og sólarlagi sem speglaðist í haffletinum, hreinasta snilld. Þeir sem réru voru Þórbergur, Magnús M, Siggi, Smári, Lilianne og undirritaður.
Takk fyrir góða kvöldstund
Össur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum