Námskeiða kerfi

09 maí 2012 20:17 #1 by Icekayak
Replied by Icekayak on topic Re: Námskeiða kerfi
Takk fyrir gott svar Sveinn, alltaf hálf vandræðaleg fáfræðin. Auðvitað þykir sjálfsagt hér ytra, að maður viti allt um allt á Íslandi úr því, að maður kemur þaðan.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2012 20:03 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Námskeiða kerfi
Þetta hefur aðeins verið í umræðunni hjá okkur síðustu misseri. Endirinn var að halda sig við eina kerfið sem er viðurkennt allstaðar, þ.e. BCU kerfið. Það eru einir 12-15 ræðarar komnir með 4* Leader í sjókayakinum og nokkrir núna í þjálfun í Wales fyrir 5*. Einhver umræða síðustu vikur hefir verið um íslenskt kerfi, en ég veit ekkert hvernig það stendur eða hvort það sé einhver áhugi fyrir slíku. Slíkt kerfi er aðallega hugsað fyrir starfsmenn kayakleiga sem eru um allt land, væntanlega einhver útfærsla af BCU kerfinu enn með afslætti. BCU kerfið er alls ekki ódýrasta kerfið í framkvæmd, en við höfum fengið undanþágu og tekið strax 4*, án þess að hafa tekið prófin á undan.



kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2012 19:53 - 09 maí 2012 19:55 #3 by Icekayak
Námskeiða kerfi was created by Icekayak
Hér í Danmörku spratt upp smá umræða um kajakmentunnar kerfi á þeim "kork" sem ég oftast heimsæki. Öðru hvoru hef ég verið spurður að því hvað sé mest notað í þessum efnum á Íslandi og mér verður fátt um svör. Mér er því spurn hvað er mest notast við af þekktum kerfum BCU, EPP eða önnur ? ? ?
hlekkur á dönsku umræðuna: www.havkajakroerne.dk/php/forum/thread/3931

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum