Þetta hefur aðeins verið í umræðunni hjá okkur síðustu misseri. Endirinn var að halda sig við eina kerfið sem er viðurkennt allstaðar, þ.e. BCU kerfið. Það eru einir 12-15 ræðarar komnir með 4* Leader í sjókayakinum og nokkrir núna í þjálfun í Wales fyrir 5*. Einhver umræða síðustu vikur hefir verið um íslenskt kerfi, en ég veit ekkert hvernig það stendur eða hvort það sé einhver áhugi fyrir slíku. Slíkt kerfi er aðallega hugsað fyrir starfsmenn kayakleiga sem eru um allt land, væntanlega einhver útfærsla af BCU kerfinu enn með afslætti. BCU kerfið er alls ekki ódýrasta kerfið í framkvæmd, en við höfum fengið undanþágu og tekið strax 4*, án þess að hafa tekið prófin á undan.
kv