Seakayak symposium 2012

14 maí 2012 14:57 - 14 maí 2012 14:58 #1 by Icekayak
Mikið er ég gríðarleg stoltur af ykkur kæru landar - að vera fjölmennasti erlendi hópurinn á Seakayak symposium 2012 - þetta er nokkuð sem mér þykir einstaklega ljúft að nefna við kajakfélaga mína hér í Danmörku. Enn stærra væri auðvitað að vera með sjálfur, nokkuð sem ég stefni á að láta rætast áður en langt um líður.

Með kajak kveðju frá Danmörku

Fylkir Sævarsson

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2012 15:21 #2 by Gíslihf
Já Marcus býr hér í litlu þorpi við Caemas Bay og hér eru nokkrir metrar niður í fjöru, höfn fyrir nokkra báta og baðströnd. Við reyndum að stikla varlega milli kroppanna á ströndinni og fórum upp á næsta nes til að kæla okkur í steikjandi solinni en þaðan er stutt í útsýni vestur í Skerries sem hafa reynst mörgum kayakræðaranum erfið.
Hér er rætt um leiðangra okkar og annarra fram á nótt og um hvaða mistök voru gerð og hvaða búnaður reyndist illa. Við erum komnir í ævintýragírinn og vitum ekki hvort eða hvenær eða hvernig við komumst heim.
Við Maggi gengum hér norður fyrir víkina Port Patrek og skoðuðum steinkirkju heilags Patreks frá því 500 árum fyrir að Ísland byggðist, en hann er sá sem kristnaði Íra,braut skip sitt hér fyrir utan og sem Patreksfjörður heitir trúlega eftir. Ströndin er flott beint neðan við kirkjugarðinn, klettar og straumröst fyrir utan - Guðni Páll yngsti maðurinn þurfti að hvíla sig á meðan.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2012 14:37 #3 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Seakayak symposium 2012
Ég Guðni og Gísli erum í stöngum leiðangurmanna þjálfunarbúðum hjá Marcus Delmont nánar seinna í dag

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 maí 2012 10:48 - 13 maí 2012 18:46 #4 by Larus
Það voru fjórtán ræðarar sem héldu i víking til Wales föstudaginn 4 maí til að vera á Seakayak symposium 2012 í Anglesey, þessi samkoma er að vinna sér sess sem skyldumæting fyrir okkur Íslendinga, síðasta ár vorum við fjórir en í ár vorum við stærsti útlenski hópurinn og vorum ansi áberandi enda allir i lopapeysum að Íslenskum sið.
Aðstæðurnar eru fremur einfaldar, gist i 4-6 manna herbergjum og snæddur matur sem etv.var ekki alltaf 5* en öllu má venjast enda ekki þessi atriðið sem toga i menn á þessum slóðum.

Um helgina og vikuna var framboð af dagstúrum og námskeiðum þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það var öryggismál i róðrum, siglingafræði, róður i straumi, klettahopp, viðgerðir á brotnum bátum einhvern staðar uppi á klettum, bjarganir og veltur ofl, fjögurra og fimm stjörnu þjálfun og mat.

Leiðbeinendurnir eru margir frægir sjókayak kappar i bland við minna fræga en undantekninga laust þrautreynda og snjalla ræðara. Kvöldin voru nýtt til að hlíða á fyrirlestra um leiðangra ásamt því að skoða úrvalið á pöbbnum , spjalla við og kynnast öðrum ræðurum frá öllum heimshornum. Menn og konur nýttu tímann vel og allir bættu mikilli reynslu i sarpinn.

Ein 4* kom heim að þessu sinni Guðni Páll kláraði með stæl. Maggi var óheppinn að rífa sig úr axlarlið á fyrsta degi 5* matsins, þar sem hann var búin að standa sig vel i aðstæðum sem voru ansi strembnar, vindur 15 m/sek og 3-4m ölduhæð, vegna óhappsins þurfti hann að sleppa næturróðri en þess i stað lá heima og bruddi verkjalyf en var eðlilega handónýtur á síðari deginum og náði þar með ekki enda eru þessar stjörnur ekki fengnar nema menn séu i fullu fjöri og klári öll verkefni.

Hópurinn samanstóð af Pétri og Rabba frá Ísafirði ásamt sunnanmönnum þeim Gunnari Inga, Þóru, Klöru, Sveini Axel, Gísla Karls, Eyma, Agli, Gísla Hf. Sigurjóni , Magga, Guðna Páli og undirrituðum.

Frábær hópur sem gaman var að vera með.

Takk fyrir mig.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum