Það voru fimmtán ræðarar sem lögðu upp frá höfuðstöðvunum i morgun i austan vindi þó ekki svo miklum að það væri til að hafa áhyggjur af enda allt vanir ræðara. Frá Lundey yfir i Brimnes var töluverður vindstrengur sem kom á hliðina á okkur með tilheyrandi öldugangi en allt gekk þetta vel. I Brimnesi var tekið land aðeins til að teygja sig og klöngrast i flughálum steinunum. Kaffistopp var tekið neðan við byggðina á Kjalarnesi i blíðvirði. Áfram var róið í kringum Kjalarnesi i mjög skemmtilegum aðstæðum, klettar og björg sem gaman var að skoða, sama var uppá teningnum í kringum Músanes. Hluti hópsins hringað svo að lokum Andriðsey á meðan aðrir voru orðnir tímabundnir og fóru bein í bílana sem stóðu við bæinn Brautarholt. Harði kjarninn endaði svo á róa bara aftur heim !! alls voru rónir um 21 km i bílana, svo hefur verið ca 15 km heim aftur.
Þessir réru Gunnar Ingi,Sigrún, Þóra, Klara, Kolla, Björg (systir Þorbergs) Þorbergur, Ólafía, Egill, Össur, Guðni Páll, Einar Sveinn, Sigurjón,Perla og undirritaður.
Guðni, Össur og Egill réru heim aftur.
Það vakti athygli hve þarna er flott róðrarsvæði örstutt frá borginni, vel til fundið hjá ferðanefnd af fara á þessar slóðir.
takk fyrir frábæran túr. lg