Róður 22. maí Kl. 17:00

22 maí 2012 22:23 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Róður 22. maí Kl. 17:00
Ég er strax farinn að sakna prinsins. En vonast til að sjá hann á námskeiðinu hjá Maligaq og svo rennir maður kannski vestur í sumar til að hitta hann og hin royöltin í Sæfara.
Takk fyrir veturinn Guðni.
Kveðja,
Ingi og Eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2012 21:11 #2 by Larus
Prinsinn var kvaddur með virktum og óskað góðrar sumardvalar i sveitinni eftir fína æfingu i kletta lendingum í Fjósaklettum að undangenginni einni snarpri dráttarlínu æfingu. Þáttakendur i kveðjupartýinu voru Þóra, Klara,Ingi Egill, Gísli K. Guðni og lg.
Það var fínt að fara i gegnum ferlið við klettalendingu með hóp i góðum skilyrðum enda hið prýðilegasta veður, það böglast gjarna fyrir manni hvernig best er að standa að uppröðun báta, hvernig toglínur eru tengdar og hvernig best og öruggast er að standa að málum.
Heimróðurinn var svo tekin á góðum spretti á móti austanáttinni sem aðeins var farin að taka sig upp.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 maí 2012 22:27 #3 by Guðni Páll
Ég ætla að róa á morgun 22. maí kl 17:00 Það er minn síðast róður í bili hérna fyrir sunnan þar sem ég er að fara vestur í sumar. Verður þessi róður bara venjulegur æfingar róður með viðeigandi æfingum og öðru skemmtilegu:) Vona að sjá sem flesta.

Prinsinn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum