Hér er viðbót við lýsingu ferðar á forsíðunni:
Þeir, sem ekki reru í fyrra, fá nú tækifæri til að skoða Hörpuna frá nýju sjónarhorni og róa um Reykjavíkurhöfn. Ef sjórinn verður jafn hreinn og í fyrra er hugsanlegt að sýna veltur, björgunaræfingar og ýmsar kúnstir.
Þegar róðrarstjóra finnst kominn tími á kaffistopp, verður farið að Sjóminjasafninu, hjá gamla Daníelsslipp. Þar sýnum við gestum og gangandi búnað og báta á meðan við nærum okkur.
Skipstjóra Sæbjargarinnar fannst kayakræðarar vera óheppilega nærri sér í fyrra þegar Sæbjörgin sigldi, þá á heila tímanum, og eru ræðarar því beðnir um að hafa það í huga nú.