Hörpuróðurinn 2012

03 jún 2012 22:29 #1 by eva
Replied by eva on topic Re: Hörpuróðurinn 2012
Fræbærar myndir ! Takk fyrir daginn !

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2012 22:18 - 03 jún 2012 22:21 #2 by Einar Sveinn
Takk fyrir mig. myndir
The following user(s) said Thank You: eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2012 22:17 #3 by Þorbergur
The following user(s) said Thank You: eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2012 22:05 #4 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Hörpuróðurinn 2012
Gaman að sjá myndirnar. Báturinn hans Inga Boga er mikið lista handverk. Svo er þarna (hjá Bjarna) ein besta myndin sem ég hef séð af Gísla Karls, hann er í kafi og sést ekki, bara einhvers konar geislabaugur á sjónum!
Myndin af Ágústi Inga og Gunna er líka góð, Gunni nýkominn úr kafi úr þeirri eitruðu blöndu sem er í sjónum við gamla slippinn og Ingi rekur út úr sér tunguna, líklega nýbúinn að smakka á súpunni.

Sjáumst - GHF.
The following user(s) said Thank You: eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2012 21:50 - 03 jún 2012 21:51 #5 by noddysson
Replied by noddysson on topic Re: Hörpuróðurinn 2012
hér eru mínar ;)
myndir

takk fyrir daginn ;)
The following user(s) said Thank You: eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2012 21:25 - 03 jún 2012 21:31 #6 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Hörpuróðurinn 2012
Hörpuróðurinn gerði meira en að standa undir væntingum-úr varð flottur kayakróður. Veður eins og best verður.
Hæg gola frá Skarfakletti og inní Reykjavíkurhöfn. Mikið var um nýmóðins togara í höfninni. Ekkert smáskip til að veiða smá fisktitti.
Færeyingar heiðruðu sjómenn með um 100 ára gamalli fiskiskútu undir fullum seglum. Kannski fyrrum íslensk skúta ? Við seldum Færeyingum flestar okkar gömlu fiskiskútur.
Það hefur verið ódýrara að veiða fisktitti á svona skútu en á nýjustu skuttogarana. Þá kostaði fiskur fáeina aura í matinn. Nú er fiskur í matinn á verði dýrustu steika.
En þessi útúrdúr tengist Sjómannadeginum og fiski.

Gott kaffistopp tekið við Sjóminjasafnið-þar sem nokkrir brutu upp kaffihefðina og fengu sér hamborgara að hætti dagsins. Og þeir sprækustu fóru í hoppukastala og stóðu sig vel.

Til baka var síðan haldið með svo til beina stefnu á Sundahöfn. Nokkur ylgja var komin og í bland við öldurót hraðbátanna varð úr hið skemtilegasta róðrarfæri.
Og að lokum var rennt í hina glæsilegu skeljasandsfjöru við Skarfaklettinn- frábær brottfarar og komustaður kayakróðra um Sundin blá-nota þessa fjöru meira-nýtt sjónarhorn.

Róðrarvegalengdin varð um 10.5 km eða um 5,7 sjómílur. Takk öll fyrir frábæran dag...
The following user(s) said Thank You: eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2012 21:07 - 03 jún 2012 21:11 #7 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Hörpuróðurinn 2012
Þetta var hin ágætasta skemmtun og veðrið var eins og Gunnar segir með því besta sem gerist hér á landi.
Þeir sem reru:

Halla og Ingi Bogi,Ragnheiður og Eiríkur, Ólafía var fararstjóri, Gísli S K var róðarstjóri, Hannes, Sævar, Thorbergur,Lárus, Gunnar Ingi, Hilmar á Barbí, Halli og Eva sem reru úr sandfjörunni við Skarfaklett.

Einar Sveinn, Smári og undirritaður komu úr G.nesi. Þegar að við stoppuðum í fjörunni hjá Gullborginni, komu Erna og Eymi úr Örfirisey og fengu sér kaffi með okkur.
Samtals voru því 19 ræðarar sem komu í þennan fína Hörpuróður Kayakklúbbs Reykjavíkur.
Takk fyrir okkur,
Ingi og Eva
The following user(s) said Thank You: eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2012 20:29 #8 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re: Hörpuróðurinn 2012
Takk fyrir mig. Hér eru mínar.
The following user(s) said Thank You: eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2012 20:09 - 03 jún 2012 20:28 #9 by bjarni1804
Hinn árlegi Hörpuróður var í dag, Sjómannadaginn, í eins göðu veðri og hugsast gat. Þrír reru úr Geldinganesinu og hittu aðra fjórtán við Skarfaklett hvaðan róið var inn í Reykjavíkurhöfn. Undirritaður tók nokkrar myndir, sem hér er að sjá.
The following user(s) said Thank You: eva

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum