Hollenska kayakparið Paul og Marian eru lögð af stað umhverfis landið. Þau komu með flugi s.l. mánudag 28. maí og fengu báta og búnað afhent hjá Samskip á miðvikudag.
Við Maggi, Eymi og Palli formaður hittum þau á miðvikudagskvöldið í aðstöðunni hjá Magga, litum á landakort og ræddum um landið og ströndina og veður og sjólag hér og þar. Þau fóru svo af stað næsta morgun, fid. 31. maí og reru alla leið í Hjörsey á Mýrum. Þau komu svo í kvöld (sd. 3. júní) til Arnarstapa. Þau þurfa að drífa sig á morgun fyrir Jökul áður en NA átt leggst yfir svæðið, en eftir hádegi á morgun munu þau hafa norðurfallið og sunnan haföldu með sér.
Paul og Marian eru engir byrjendur, búin að róa umhverfis Írland o.fl.
Að öðru leiti vísast til vefsíðu þeirra sem er:
www.dutchseakayakers.com/
Kv. GHF.