Hringfarar 2012

20 júl 2012 21:53 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Hringfarar 2012
Þau Paul og Marian eru nú að nálgast Reykjavík og ljúka róðri sínum á morgun sunnudag. Ekki fór það svo að þetta yrði heill hringróður, því að þau völdu að sleppa suðurströndinni milli Hafnar og Eyrarbakka. Þau voru að komast í tímaþröng miðað við leyfi frá vinnu og höfðu verið nokkuð bjartsýn við tímaáætlun sína. Það er leitt, því að ég hef varla séð eins stillt og gott sjólag við Suðurströndina og nú á mánudag þegar ég ók þessa leið. Á morgun og næstu daga er aftur á móti betra að vera ekki á þeim slóðum eins og sjá má á veðurspánni.

Ég og Maggi erum að skoða að róa með þeim síðasta spölinn t.d. frá Gróttu á morgun, sjá annan póst um það efni.

GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2012 09:45 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Hringfarar 2012
Planið var bjartsýnt, mig minnir 7 dagar til Bolungavíkur með því að þvera Breiðafjörð beint frá Rifi, en ef við skoðum veðurspána þá er NA vindur í kortunum og þetta mun taka lengri tíma.
Við bentum þeim á að hafa samband við Vestfirðingana áður en haldið væri á Hornstrandir og þau eru með símann hjá Dóra og ætla að fá vistir sendar eftir tvær vikur, hvar sem þau verða þá.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2012 22:31 #3 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Re: Hringfarar 2012
Gaman að fá að fylgjast með þeim. Ég talaði aðeins við þau um daginn en votum við hvenær þau verða hérna fyrir vestan?

Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2012 22:21 - 04 jún 2012 09:31 #4 by Gíslihf
Hringfarar 2012 was created by Gíslihf
Hollenska kayakparið Paul og Marian eru lögð af stað umhverfis landið. Þau komu með flugi s.l. mánudag 28. maí og fengu báta og búnað afhent hjá Samskip á miðvikudag.
Við Maggi, Eymi og Palli formaður hittum þau á miðvikudagskvöldið í aðstöðunni hjá Magga, litum á landakort og ræddum um landið og ströndina og veður og sjólag hér og þar. Þau fóru svo af stað næsta morgun, fid. 31. maí og reru alla leið í Hjörsey á Mýrum. Þau komu svo í kvöld (sd. 3. júní) til Arnarstapa. Þau þurfa að drífa sig á morgun fyrir Jökul áður en NA átt leggst yfir svæðið, en eftir hádegi á morgun munu þau hafa norðurfallið og sunnan haföldu með sér.

Paul og Marian eru engir byrjendur, búin að róa umhverfis Írland o.fl.
Að öðru leiti vísast til vefsíðu þeirra sem er:
www.dutchseakayakers.com/

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum