Suðurnes 160612 - Nánari áætlun.

15 jún 2012 21:25 #1 by Gíslihf
Takk fyrir ábendinguna Sævar.

Það er undarlegt hve veðurspáin hefur versnað frá því rétt fyrir kl. 18 og er þó ekki komið haust með lægðagangi!

Ég kíki á þetta í fyrramálið og ef þessi verður raunin þá sveigi ég áætlunina þannig að einn bíll verður í Sandvík og ekki þarf að róa til baka móti 8-10 m/s vindi heldur verður hægt að sækja hina bílana í Hafnir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2012 21:03 #2 by Sævar H.
Gaman að fylgjast með Suðurnesjaróðrinum. Spennandi svæði-einkum fuglabjörgin nú á varptímanum. Ég var að glugga í veðurútlitið fyrir morgundaginn á þessu svæði. Samkvæmt Veður .is verður NNV 8-10 m/sek og sjólagið verður > 1 m.ölduhæð og því vel hvítt í faldinn. Eftir kl 12 verður vindstrengur útaf Sandvíkinni á bilinu 10-12 m/sek en ekki á stórusvæði. Og kl 13. verður kominn aðfallsstraumur norður með ströndinni og því á móti vindöldunni sem gæti þá orðið nokkuð kröpp.Þetta verður því lens eftir að komið er útfyrir Hafnir en samt aftanundir á hlið. Á heimleið verður nokkuð puð á móti vindi og > 1 m. ölduhæð í norðurfallinu... Svo er að skoða annað kvöld hvernig þessi spá verður í raun... Góða og gæfuríka róðrarferð..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 jún 2012 18:00 - 15 jún 2012 18:07 #3 by Gíslihf
Nú (15.06.'12 - 17:45) hafa eftirfarandi tilkynnt þátttöku:
GHF - Perla - Sveinn Axel - Hildur - Egill - Þorbergur - Lárus - Kolbrún - Ólafía þannig að hópurinn er þá 9 manns.

Ég tek að mér róðrarstjórn og óska eftir að Sveinn og Lárus verði til aðstoðar að tryggja öryggi og gott skipulag (toglína, stuttlína, talstöð, fyrsta hjálp, varadekklúga o.fl.).

Spáð er NV og síðan V 2 - 4 m/s sem telst vera gola. (Veðurstofan)
Hitastig fer niður úr 10°C í 5°C. (Veðurstofan)
Hafalda verður fyrst NV siðan SW 0,5 m ef marka má magicseaweed.com
Fjara er kl. 10:20, flóð kl. 16:36 (Sandgerði í Easytide.com)
Norðurfall síðdegis (Kl. 14) mest 1 - 2 km/h (Sigling.is) en ef ströndin er þrædd gætir þess varla.

Tími og fjarlægðir u.þ.b.:
Hafnir - Sandvík 10 km tveir tímar 10:30 - 12:30
Matartími í Sandvík (30 mín) + 15 mín að komast á sjó.
Sandvík - Reykjanesvirkjun fram og til baka 6 km rúm klst.13:15 - 14:30
Sandvík kaffi
Sandvík - Hafnir 15:00 - 17 u.þ.b.

Lendingarstaðir til vara eru Hafnir - Sandvík - Virkjun en einnig nokkrir aðrir staðir í þessu sjólagi.

Sjáumst í Höfnum kl. 9:45

GHF

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum