Suðurnes 160612 Sögulok

18 jún 2012 12:52 #1 by Jói Kojak
Gaman að sjá smá action í sjódeildinni líka B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2012 11:22 #2 by Sævar H.
Takk Þorbergur fyrir myndina.

Þetta er með því besta sem sett hefur verið inn á vefinn. Nú getur áhorfandinn séð í "beinni" hvernig er að velta í brotnandi haföldu. Og þegar á hvolf er komið er einkar friðsæl veröld sem tekur við- það vantar bara andrúmsloftið til að hafa það bara notalegt þarna niðri. Sömuleiðis koma vel fram þau náttúruskilyrði sem róðið var við. Frábært á að horfa. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 jún 2012 06:36 - 18 jún 2012 06:39 #3 by Þorbergur
Hér er mitt myndefni frá ferðinni, það eina sem vantar eru bragðprufurnar á þanginu :)

Tónlistin er frá Don Byron

The following user(s) said Thank You: Sævar H., gunnarsvanberg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2012 19:20 #4 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Suðurnes 160612 Sögulok
Breytti linknum á myndirnar sem ætti að duga öllum.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2012 19:01 #5 by Sævar H.
Engar myndir eru ennþá sýnilegarar þá auglýstar séu. Er Þorbergur væntanlegur með myndir ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2012 18:40 #6 by SPerla
nei, nú gefst ég upp á að reyna að skoða myndir, síðari linkurinn gefur mér bara "page not found". Hmm, ég á greinilega ekki að skoða neinar myndir úr þessum túr :whistle:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2012 17:57 - 17 jún 2012 18:03 #7 by Gíslihf
Ég vona að myndavélin hans Þorbergs hafi ekki skaddast í lendingunni og við eigum eftir að sjá úrklippur frá honum. Svo þakka ég Lárusi, Sveini og Agli en þeir tóku að sér verkefni og hlutverk og leystu þau vel og fumlaust.
Eftir ferðalok var ég ekki að flýta mér en lagði leið mína upp að brúnni yfir hraungjána, sem sýnd er ferðamönnum með skýringum á fleka- og landrekskenningu Wegeners. Nýtt land sem fæðist í eldsumbrotum er vissulega eyðilegt en þó fagurt. Þarna settist ég við borð með nesti í sólinni og skjóli af bílnum. Nú gat ég farið yfir atvik ferðarinnar í huganum og séð vel yfir umhverfið. Upp af Stóru-Sandvík eru sandhólar grónir melgresi en þar fyrir innan er lón, sem getur hafa verið fjörður áður en brimið náði að byggja upp núverandi sandfjöru. Sólin gyllti hafið og lýsti upp gufumekki á svæðinu eins og kyndla. Gufan steig upp af heitum sjónum utan við Reykjanesvirkjun og minnti á dalalæðu, sem skríður með jörðu. Nokkrir erlendir ferðamenn komu og fóru og það minnti mig á að okkur ber að umgangast þetta svæði af virðingu, en ekki sem ruslahaug eða afgangsstærð. Augun fylgdu gjánni í átt að ströndinni, sú stefna lá beint út í Eldey. Þar undir og langt suður í haf er mikill fjallahryggur neðansjávar, sem hægt er að sjá með því að loka augunum og horfa í huganum :)

Þegar ég renni heim á leið eftir Reykjanesbrautinni, finn ég góða tilfinningu um dag sem var lítið ævintýri, fullt af birtu sem dvelur í huganum, dag sem ég get þakkað fyrir. Það er gott að eiga slíkt land, að vera heill heilsu og hafa þrek, hafa búnað, færni og góða félaga til að vera úti á sjó – eða bara að vera úti og vera til.
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2012 16:40 - 17 jún 2012 19:18 #8 by SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2012 13:21 - 17 jún 2012 13:22 #9 by SPerla
Takk fyrir góðan róður.
UUhh en hvar eru myndirnar? :dry: sá engar á facebook síðunni :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 jún 2012 11:12 - 17 jún 2012 11:14 #10 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Suðurnes 160612 Sögulok
Frábær ferð. Takk fyrir okkur. Setti myndir inn á Facebook síðu Kayakklúbbsins

www.facebook.com/pages/Kayakkl%C3%BAbburinn/212677862089099

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2012 20:51 - 16 jún 2012 20:57 #11 by Sævar H.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2012 20:46 - 16 jún 2012 21:07 #12 by Sævar H.
Takk fyrir góða sjóferðasögu fyrir fuglabjörg og í Húllinu, alræmdri sjóleið í öldu í mótstraumi. Spáin sem ég setti saman um kl 21 í gærkvöldi gekk að mestu eftir en varð þó hægari vindur og ögn vestlægari. Ölduhæðin svipuð og minni við leiðarlok ,samkvæmt öldudufli við Garðskagann. B)

það hefur verið brimreið með sandreiðarívafi í Sandvíkinni. Margir hafa því fengið fullnægt löngunum sínum. :P
Ævintýri Þorbergs í Junkaragerði minnir mig á manninn sem fékk að setjast í kayak í höfn fyrir vestan. Honum þótti kayakinn eittlítið valtur og setti lófann í sjóinn sér til stuðnings. Sá stuðningur varð fallvaltur. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 jún 2012 20:26 - 16 jún 2012 20:34 #13 by Gíslihf
Það voru tíu ræðarar sem fóru á sjó innan við bryggjuna í Höfnum í morgun kl. 10:30. GHF - Perla - Sveinn Axel - Hildur - Egill - Þorbergur - Lárus - Kolbrún - Ólafía og Tryggvi frá Sviða.

Vindur var líklega að meðaltali 7 m/s úr NV en sjá má t.d. á veðurmæli Keflavíkurflugvallar að vindur þar fór af og til upp í 10 - 11 m/s. Auk þess var VNV aldan um metri eins og spáð var en auk þess nokkuð ruglandi, enda mikið endurkast frá klettóttri strönd, auk brota á skerjum, bæði blindum og sýnilegum. Það var mat manna að rétt sé að meta ferð á þessu svæði til "þriggja ára" erfiðleikastigs, fremur en tveggja.

Við fórum því í skjól við Junkaragerði, eftir stuttan róður. Þar háttar svo til þegar fjara er eins og nú var, að skerjarani skagar til VSV og veitir skjól fyrir NV öldu. Við enda hans og sunnan við hann þar sem við fórum inn eru grynningar og hlið milli skerja og þar brotnaði þessi meters alda en slyppi maður þar í gegn var komið inn í lygna "tjörn". Kolla var fyrst á eftir mér og fór á lagi og þetta var minni háttar öldureið, skemmtileg hjá flestum, en Þorbergur tók sér far með "ólagi" inn. Hann lagðist laglega í ölduna eins og vanir menn gera og brunaði fram með "súpunni" þar til aldan bara hætti skyndilega að vera til og Þorbergur studdi sig við ekki neitt eins og títt er í eldri teiknimyndum og féll í bólakaf og synti síðan í land með minni háttar aðstoð.
Á leiðinni í Sandvík tók síðan við Hafnarbergið, sem enginn sér frá veginum og þar liggur svartfuglinn nú á. Frákastið frá bjarginu var ruglandi og kann að valda notalegri sjóriður þegar lagst verður til svefns í kvöld.
Lendingin í Sandvík gekk án vandræða, en mikið af sandi barst inn í suma bátana þar. Þarna var snætt á rekaviðarbol, en síðan skroppið að Reykjanesvirkjun. Það var furðulegt að vera þar fyrir utan í svo heitum sjó að hæft hefði heitum potti. Ég var mest hræddur um að ef ég færi veltu þar kæmi ég snöggsoðinn upp aftur.
Vegna aðstæðna sem lýst hefur verið nenntum við ekki að róa til baka móti vindi og öldu frá Sandvík aftur í Hafnir og lauk því góðri ferði í Sandvík.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum