Strandaróður slóð á spot

30 jún 2012 16:05 #1 by Gunni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jún 2012 14:25 #2 by Gunni
facebook, facebook

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 jún 2012 13:30 #3 by bjarni1804
. . . . myndir - myndir?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2012 15:44 #4 by Orsi
"...en Maggi felldi tjald klukkan 9.15 og sat algallaður og reykti kl. 9.30 þannig að við hinir..."

Þarna skellti ég uppúr. :laugh: :laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 jún 2012 20:53 #5 by Larus
Ferð okkar félaganna byrjaði með akstri á Ísafjörð þar sem við hittum Guðna Pál og fleiri höfðingja, Guðni hafði séð um að semja um bátsferð fyrsta legginn sem var frá Bolungarvík yfir i Fljótavík. Þangað komum við síðdegis á Fimmtudegi, Halldór hafði ráðlagt okkur að róa meðfram björgunum seint að kvöldi til að upplífa björgin i kvöldsólinni. Við breyttum því frá upprunalegu plani og rérum frá Fljótavík um kvöldið fyrir Kögurnesið og vorum komnir norður fyrir landið áður en langt um leið, það var nokkuð sérstakt að hafa land á hægri hönd en endalaust haf á vinstri. Við fundum svo náttstað fljótlega eftir miðnætti í Hlöðuvík vestanverðri.
Að morgni Föstudags var róið af stað yfir i Hælavík og fyrir Hælavíkurbjarg og inn í Hornvík þar sem við hvíldumst og átum áður en við lögðum fyrir Hornvíkurbjarg sem var ansi stórbrotið.Fuglamergðin var alveg ótrúleg, sjórinn hreinlega sauð og bullaði þegar fuglinn ruddist af skerjunum út á sjóinn þegar við rérum framhjá, fljótlega fór að glitta í Hornbjargsvita þar sem við tókum land og hittum staðarhaldarann ásamt göngumönnum sem við höfðum áður séð i Hornvík og spjallað stuttlega við. Okkur var boðið kaffi í vitanum og þar var kærkomið símasamband sem menn nýttu sér til að láta vita af ferðum okkar, það kom reyndar i ljós að þar sem spott tækið virkaði vel kom engum á óvart hvar við vorum. Frá vitanum rérum við spölkorn og tókum land i Bjarnarnesi og slógum upp tjöldum.
Frá Bjarnarnesi var róið á laugardeginum um víkurnar Smiðjuvík, Barðsvík og Bolungarvík, firðirnir þar suður af voru þveraðir þe Furufjörður, Þaralátursfjörður og Reykjafjörður, þessir firðir verða að bíða betri tíma ef það á að skoða þá meira sem full ástæða er til, við fórum fyrir Geirólfsnúp og tjölduðum i Skjaldarbjarnarvík. Þar hittum við bóndann á Dröngum sem var að skoða refa greni en ekki í miklum veiðihug að sinni, þó skaut hann einn mink og ref.
Á sunnudeginum rérum við að Bjarnarfirði og að bænum Dröngum þar sem við tókum hádegishlé, bóndinn kom og spjallaði við okkur og fræddi okkur um staðinn lífið og tilveruna , frá Dröngum er stutt i Drangaskörðin en sunnan þeirra hefst menningin svokölluð, símasamband og rollur á beit. Hvalá i Ófeigsfirði var skoðuð og menn létu sig hafa það að puða upp á móti straumnum til að kíkja á fossinn. Þaðan var þverað yfir Ófeigsfjörð og Ingólfsfjörð yfir að Munaðarnesi þar sem síðasta hléið var tekið fyrir loka áfangann i Krossneslaug, þegar þangað kom um sjöleitið voru menn orðnir ansi þreyttir enda dagleiðin um 45km. það var því gott að komast i laugina og tjalda þar við á smá grasbala. Snorri kvaddi okkur og hélt í bæinn en við hinir skriðu í poka.
Mánudags morgun skyldi vera tekin rólega að sögn Magga enda menn nokkuð þreyttir, um hádegi var talað um að leggja í ann .......... en Maggi felldi tjald klukkan 9.15 og sat algallaður og reykti kl. 9.30 þannig að við hinir skyldum hvað var í gangi og drifum okkur að pakka og sjósetja.
Norðurfjörður og Trékyllisvík voru þveruð og stefnan tekin á Gjögur þar sem heiti potturinn var skoðaður og þaðan þverað yfir Reykjafjörð og Veiðileysu og róið í Kaldbaksvík norðanverða þar sem menn voru búnir að fá nóg og slógu upp tjöldum rétt áður en þokan læddist yfir.
Þriðjudagurinn var tekin snemma, við ýttum frá landi kl. 8.00 og rérum suður strandir í átt að Drangsnesi þaðan sem síðasti leggurinn var tekin inn að Hólmavík á bullandi lensi sem var ansi skemmtilegur endir á ferðinni.
Það er óhætt að segja að veðrið hafi verið okkur hliðhollt allan tímann sem gerir svona ferðalag einfaldara og skemmtilegra, þetta er frábært svæði til róðra bæði norður á Hornströndum en ekki síður syðri hlutinn sem er mun aðgengilegri, í ár eru ekki bátsferðir frá Norðurfirði sem setur alla ferðamennsku i erfiða stöðu enda bjóst bóndinn á Dröngum ekki við mikilli umferð i ár.
Það má segja að við höfum farið nokkuð hratt yfir og farið framhjá mörgum áhugaverðum stöðum sem gaman væri að skoða og dvelja á en auðveldlega má nota fleiri daga á þessu svæði, td að skipta svæðinu á tvær ferðir. Norður hlutinn er meira krefjandi þar sem landtökur eru erfiðari og stundum langt á milli staða þar sem gott er að fara í land og tjalda, syðri hlutinn, td sunnan Bolungavíkur er auðveldari mtt. lendingarstaða og tjaldstæða.
Ferðin gekk hnökralaust, enginn vandræði utan smámála sem hægt var að redda með einföldum hætti, ferðafélagarnir Snorri, Maggi, Gunnar Ingi og Gísli K. voru samstilltir og sem einn maður og reyndust hinir bestu ferðafélagará þessum rúmlega 200 km túr.
Góðar þakkir fá Halldór fyrir góð ráð og Guðni Páll, sem ætlaði að koma með en gat því miður ekki losað sig frá vinnu, fyrir að redda bátsferð og koma bíl og kerru frá Ísafirði til Hólmavíkur. Maggi á heiður skilið fyrir alla skipulagningu og fyrir að vera prímus mótor i að gera þessa ferð að veruleika.

Takk fyrir frábæran túr,
myndir hljóta að birtast einhvern staðar einhvern tíma.

Kv lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2012 07:33 #6 by StefanSnorri
Tek undir það að túrinn var algjör snilld í alla staði. Ég hefði gjarnan viljað klára túrinn með þeim en ég þurfti að fara til Parísar þar sem ég er núna á fundi. Kv. S.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2012 20:31 #7 by Gíslihf
Ég var að tala við Magga í síma, en þeir félagar Lárus, Gísli Karls, Gunnar Ingi og Maggi eru nú staddir í norðan við Kaldbaksvík á Ströndum. Stefán Snorri endaði ferð sína við Krossaneslaug við Norðurfjörð í gær.
Það var komin þoka hjá þeim, en ég heyrði snarka í varðeldi félaganna í fjörunni og vafalaust sofa þeir vel í nótt þarna neðan við eyðibýlið Sauratún. Maggi kvað ferðin hafa verið "snilldartúr" fram að þessu.
Síðasti áfanginn í ferðinni verður á morgun (þriðjudag 26.6.12) til Hólmavíkur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 jún 2012 16:17 - 20 jún 2012 16:21 #8 by maggi
share.findmespot.com/shared/faces/viewsp...LdWvOePSQ8ZEKWI2IeFR
Við leggjum af stað til Ísafjafðar í fyrramálið og förum á bát til Fljótavíkur þaðan róum við á föstudag .
Við reynum að blogga og senda myndir eins og við getum en þetta er ekki gott svæði fyrir síma .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum