Rauðanes-Álftanes: 30 júní

02 júl 2012 19:19 #1 by Reynir Tómas Geirsson
Bestu þakkir fyrir skemmtilega ferð, gott skipulag, frábæran dag og skemmtilegar myndir ! :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 júl 2012 19:17 #2 by Reynir Tómas Geirsson
Bestu þakkir fyrir skemmtilega ferð, gott skipulag, frábæran dag og skemmtilegar myndir !

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 júl 2012 00:04 #3 by SAS
13 félagsmenn mættu stundvíslega kl 10:00 í róðurinn sem hófst við Rauðanes 2 við Borgarnes og endaði við mastrið í land Miðnes.
Heimamenn á Rauðanesi 2 tóku á móti okkur með kaffi og buðu okkur velkomin.

Eftir að búið var að gera bátana klára var farið með 2 bíla vestur að miklu mastri sem er í landi Miðnes þar sem róðurinn endaði. Sjósett var um 11:30 í einstöku veðri, í sól og 17 stiga hita og vindur var nánast enginn allan róðurinn, en fengum innlögn ca 8 m/s í lok róðurs.

Við breyttum lítillega út frá róðraráætlun og rérum aðeins inn í ósa Langár, þar sem við tókum land og tókum langt sólarkaffi. Annars var upphaflegu róðraráætlun fylgt, þar sem við rérum með landi eins og kostur var. Nokkuð mikið var að fugli, mörg sker og klettar sem við sneyddum fimlega framhjá. Róðurinn endaði í 15,5 km og komum í land á Miðnesi um kl 16:30.
Þetta er nokkuð fjölbreytt og skemmtilegt róðrarsvæði eins og sjá má á myndum á slóðinni
picasaweb.google.com/sjokayak/20120630RauAnesMiHus#

Þátttakendur voru:
Sveinn Axel, Hildur, Reynir Tómas, Steinunn, Klara, Egill, Marta,Einar, Margrét, Tryggvi, Einar Páll, Jónas, Magnús S.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2012 10:40 - 29 jún 2012 15:06 #4 by SAS
Sæl

Ætla að breyta aðeins ferðinni og stytta niður í 12 km

Ég talaði áðan við Ásdísi sem er ábúandi á Álftanesinu. Það er nokkuð langt að hennar sögn í fjöruna frá henni og engin vegslóði. Er kominn með leyfi hjá Gylfa í Miðhúsum að fara í gegnum landið hjá honum. Við munum enda róðurinn við útvarps/síma mastrið sem er staðsett í landi Miðhúsa, mastrið er áberandi á þessum slóðum og sést vel þegar ekið er undir Hafnarfjalli. Þetta styttir róðurinn í ca 12 km.

Við mætum í Rauðanes II eins segir hér hér ofar í þræðinum. Fjara er kl 09:29, þ.a. það verður aðeins lengra að bera bátana í sjó í Rauðanesinu. Við komum því til með róa á móti innfallinu, en þetta er ekki langur róður, rétt rúmlega hefðbundinn Viðeyjarhringur.

Veðurspáin lofar okkur einstöku veðri, 15 stiga hita og NA 2 m/s.

Eins og staðan núna þá eru 11 þátttakendur:

Sveinn Axel og Hildur
Reynir Tómas og Steinunn
Klara og Þóra
Tryggvi
Jónas
Einar og Margrét
Magnús M.

Ef einhverjir vilja róa meira en þessa 12 km, þá er ég alveg til í að róa lengra eftir að við höfum sótt bílana. T.d að Álftanesinu og til baka aftur, það er ca 8 km.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 jún 2012 10:20 #5 by Sævar H.
Þarf því miður að aflýsa þátttöku minni í þennan róður. :( Veður og allt atlæti náttúrufarsins verður ykkur hagstætt-góðan róður :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2012 23:37 - 28 jún 2012 23:38 #6 by Jónas G.
Ég ætla að skella mér með ykkur í þessa ferð.

Jónas G.

(Er einn í bíl er með laust pláss fyrir farþega en ekki bát).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2012 23:02 - 28 jún 2012 23:06 #7 by SAS
Ég er búinn að vera í sambandi við Guðjón Viggóson á Rauðanesi II, og við töluðum um að leggja upp frá honum. Ætla að tala við Guðjón aftur á morgun til að minna á komu okkur.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2012 20:37 #8 by Sævar H.
Það er þetta með upphafsstað í landi Rauðanes. Við Hörður Kristinsson lögðum þarna upp fyrir nokkrum árum og rérum um svæðið í strekkings vindi og öldu. En allt í lagi með það. Þá keyrðum við vegaslóðina 532 á enda niður við sjóinn í lítilli vík þar sem er sumarbústaður. Sá staður er merktur á sumum kortum sem Rauðanes 2 en á öðrum kortum er Rauðanes 2 mun norðar og austar ekki langt frá Rauðanesi 1 en þó niður við fjöru. Hvar er rétti upphafstaðurinn-þar sem við mætum til róðurs ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2012 19:43 #9 by noddysson
væri gaman að koma með..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2012 10:14 #10 by SAS
Eftirtaldir hafa boðað þátttöku sína á laugardaginn:

Sveinn Axel og Hildur
Reynir Tómas og Steinunn
Klara og Þóra
Tryggvi
Sævar

Spáin núna er NA 4-5 m/s, 14 stiga hiti, léttskýjað og sól. Sólarvörn og sólgleraugu og nóg að drekka er nauðsyn.

Ef einhver er með laust pláss fyrir auka farþega eða bát, endilega látið vita. Ég þarf að fara úr bænum á föstudagskvöld, þ.a. ég get ekki tekið kerru með.

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2012 21:48 #11 by Sævar H.
:) Rauðanes- Álftanes ? Skemmtileg róðrarleið. Svo langt sem unnt er að meta náttúrufarið til lofts og sjávar- verður það hvoru tveggja mjög gott. Engin hafalda -sjólaust og heiðskýrt til loftsins og hlýindi. :P Að öllu óbreyttu mæti ég til róðurs og með Hasle með mér. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2012 19:38 #12 by Reynir Tómas Geirsson
Reynir og Steinunn áforma að mæta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 jún 2012 15:34 #13 by Klara
Klara og Þóra mæta

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 jún 2012 20:39 - 02 júl 2012 00:05 #14 by SAS
Næsta ferð á vegum ferðanefndar Kayakklúbbsins er dagsferð, róðraleiðin verður með landi, ca 17 km löng. Við munum róa í nágrenni við Borgarnes, byrjum við Rauðanes 2 og endum í Álftanesi

Ætlunin er að róa þetta laugardaginn 30. júní, og höfum sunnudaginn til vara ef veður verður okkur óhagstætt á laugardeginum. Mæting kl 10:00 og við sjósetjum hálftíma síðar.

Til að komast að Rauðanesi 2 er keyrt í gegnum Borgarnes, beygt inn á veg 54 (Snæfellsnes) og síðan fyrsta veg til vinstri inn á veg 532 sem endar á Rauðanesi 2, en þaðan verður lagt á stað. Leiðarlok eru við Álftanes og þar munum við geyma 2-3 bíla svo við komust til baka. Frá Borgarnesi að vegi 532 eru 4,5 km og vegur 532 eru aðrir 4,5 km.

Áætluð róðraleið er að finna á
picasaweb.google.com/sjokayak/20120630Ra...#5758076685728566482

Ferðin er flokkuð sem 2 ára ferð, sjá nánar um flokkun ferða á
kayakklubburinn.is/index.php?option=com_...le&id=225&Itemid=113

Eins og í öllum ferðunum okkar, þá fylgjum við öryggisstefnu Kayakklúbbsins:
kayakklubburinn.is/index.php?option=com_...le&id=179&Itemid=102

Vinsamlegast skráið ykkur í ferðina með því að svara þessum þræði.

Endilega látið mig vita ef þið hafið pláss fyrir auka farþega eða kayak.
Síminn er 6607002 og pósturinn sveinnaxel@gmail.com

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum