Aðstoð við sjósund í sumar.

18 júl 2012 18:09 #16 by Larus
Á morgun fimmtudag 19..07 er Bessastaða sundið, gaman ef einhverjir vilja koma og aðstoða við það, sjá dagskrá á sjosund.is -

sjosund.is/?page_id=610

fínt að vera klár i Nauthólsvík kl. 16.30 og róa yfir á Álftanesið og fylgja svo hópnum til baka

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2012 20:36 #17 by Larus
það er ekki krafa að vera neinn bolti bara geta róið vel og hafa góða stjórn á því sem verið er að gera, í þessu bara spurning um að vera i kringum sundmennina ef eitthvað kemur uppá, sinadráttur eða eitthvað þá kalla þeir næsta kayak til að styðja sig aðeins við, ef ekkert er að synda þeir áfram eða kayakræðarinn kallar til björgunasveitarbát sem eru á sveimi - þetta er ansi skemmtilegt lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2012 18:12 #18 by olafure
Kem til með að reyna að mæta annaðhvort til að synda eða róa ef ég er ekki úti á landi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2012 17:44 #19 by siggi98
Er tiltölulega nýr í sportinu vanntar þeim vanan reynslubolta á kayak eða hver er krafan ?

kv
Sigurjon

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2012 10:17 #20 by GUMMIB
Sæl

Bara að koma þessu upp.

Kv.
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 júl 2012 11:26 #21 by Bergþór
ég get verið með í miðri viku t.d. 18. júlí

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2012 10:48 #22 by gsk
Mun mæta á eitthvað af þessu eftir getu.

Bara gaman að geta aðstoðað við þetta.

kv.,
Gísli K.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 jún 2012 10:03 #23 by GUMMIB
Sæl

Benedikt Hjartarson í stjórn Sjór (Sjósunds og sjóbaðsfélags Reykjavíkur) hafði samband við mig með fyrirspurn hvort einhver úr okkar röðum væru tilbúin að leggja þeim lið við sundin þeirra nú í sumar.

Sjá dagskrána hér fyrir neðan (Textinn er Benedikts).

Kayakfólk hefur síðustu tvö ár tekið þátt í bátagæslunni, það hefur tekist það vel að þau vilja endilega að framhald verði á því.

Það má benda á að þetta er skemmtilegt verkefni tilvalið fyrir þá sem vilja gera eitthvað öðruvísi í róðrinum svo ég tali nú ekki um að kynna sportið.


Endilega skráið ykkur á þessum þráð (þar sem kemur fram hvaða sund) þið sem getið og hafið áhuga á þessu.

Kveðja
Guðmundur.


Dagskráin:

Fossvogssundið 4.júlí kl 17.30
Þetta er bara beint yfir voginn og til baka. alltaf gott að hafa kæjaka með en ekki náuðsinlegt að hafa marga.

Bessastaðasund 19. júlí 2,2km og 4,4 km.
Í þessu sundi lentum við í vandræðum í fyrra vegna þess að ekki voru nógu margir bátar. þá á ég við velbátar.
gott væri að fá nokkra kæjaka til að hjálpa til hér.

Ægissíðusund 9. ágúst kl 16.15
Ekki þörf á mörgum bátum vegna þess að eftirlit fer að mestu fram frá landi. 1-2 kannski.

Fossvogssund 15. ágúst kl. 17.30
Eins og 4.júlí

Sund til Viðeyjar og til baka. 17. ágúst kl. 17.30
Hér væri gott að fá eins marga og hægt er. Í þessu sundi hefur ykkar verið mest þörf.

Íslandsmótið í sjósundi. 18. júlí
Hér vantar nokkra kæjaka til að stýra sundmönnum. Við erum hálf blindir aumingjarnir í sjónum og eigum það til að synda í z

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum