Sæl
Klassískur sumarróður á háflóði frá vestanverðu eyðinu. Stefnt var á suðurenda Viðeyjar að bryggjunni. Þar var ákveðið að snúa við og taka kaffistopp í sandfjöru rétt sunnan megin við bryggjuna þar sem lítið pláss var í fjörunum sökum háflæðis.
Undirritaður var Shjanghæaður í starf róðrarstjóra við gámana.
Nítján sjósettu en áður en róður hófst var ákveðið að fylgja einum í land og róa
með hann austan megin frá, tveir óeigingjarnir félagar tóku það að sér.
Þarmeð var hópurinn orðinn sextán sem kláraði Viðeyjartúrinn með hefðbundnu busli við fjósakletta.
Einhverjir voru að prófa í nánast fyrsta sinn og gekk allt glimrandi vel.
Svona 50 cm alda, hiti og smá gola einkenndi þennan róður.
Kv.
Guðmundur.