Ekki ísbjörn, heldur Árni björn

11 júl 2012 23:37 #1 by Sævar H.
Það er með kayakskóna sem þau hjónin nota. Væri ekki athugandi að fá þau til að sýna okkur þessa kayakskó sem hafa hvítabjarnareinkenni í fjörusandinum.? Sporin virðast hafa verið skoðuð úr flugvél - þannig að stærð þeirra er vegleg. Og þau kayakhjónin þekktu strax lýsingu sporanna af fréttum-og töldu þau sín. Þetta finnst mér merkilegt :huh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2012 00:27 #2 by palli
"Hann þekkti ekki aðeins fótsporin í sandinum heldur sá hann einnig kjölfar eftir kajak þar sem honum hafði verið brýnt upp."

Ágætlega skrifaður texti á mbl. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei heyrt sögnina að brýna notaða á þennan hátt.

Orðabók menningarsjóðs
Brýna Brýna báti (upp) setja bát stutt, kippa báti aðeins undan sjó; brýna báti fram setja fram bát

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 júl 2012 00:14 #3 by palli
Já, lunkinn Karl.

Þá vitum við alla vega hvernig ummerkin eru eftir okkur, bogalöguð og dýpst aftast.

Gaman að þessu

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 júl 2012 09:17 #4 by olafure
Það hafa verið miklar getgátur um hvort það hafi verið ísbjörn á vappi fyrir norðan. Nú eru komnar vísbendingar um að meint fótspor hafi ekki verið eftir ísbjörn heldur Kayakræðara!!
mbl.is/frettir/innlent/2012/07/10/likleg...n_heldur_arni_bjorn/

Málið verður áfram í rannsókn þar til íbjörnin gefur sig fram.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum