Takk fyrir umfjöllunina sem ég ýtti á flot í nokkurri kviku.
Í upphafi míns kayakferils var hugsað sem svo að rúmlega sextugur maðurinn ætti að ráða við svona smá kayakróðra með landi- í ár eða svo-áður en aldurinn segði stopp.
Ekki var því lagt í mikinn kostnað við tiltækið. Ódýr Hasle Explorer ,svunta,ár og blautgalli.Ekki ætla ég að upplýsa hvernig fyrsta flotgræjan var (flotvestið)
En búnaðurinn batnaði og árin í sportinu og rónar vegalengdir urðu fleiri en mig sjálfan óraði fyrir í upphafi.
Veru í kayaksportinu var gefið ár - í viðbót á hverju hausti, og ekki tók því að endurnýja kayakinn- til flottari græju-að mér fannst.
Þetta voru allt kornungir menn sem voru að spreyta sig við kayakinn á þessum árum.
Og nú, 12 árum eftir að ég taldi mig of gamlan til að sinna þessu magnaða sporti-er ég enn að- sjötíu og fjögurra ára gamall.
Sjókayaksportið sem var, þegar ég var að byrja, og nú ,er bara svipur hjá sjón-gríðarlegar framfarir hafa orðið innan Kayakklúbbsins. Öryggismál ,róðrartæknimál og búnaður - allt gjörbreytt og í góðu lagi.
Og þegar ég fór yfir pistil ferðanefnadarformannsins í undirbúningi Breiðafjarðarferðarinnar- þá þótti mér sem minn tími væri kominn - að láta staðar numið-enda á sjötugasta og fimmta aldursári.
En það er greinilega hægt að framlenga viðveru minni í kayaksportinum um eitt ár-eða svo. Ég var í Hraunsfirði í gær - á kayaknum- í 12-15 m/sek vindkviðum - á hlið. Við gömlu jálkarnir Hasle Explorer og undirritaður stóðum okkur með ágætum í þessum barningi. 6 klst var verið að þvælast þarna um- í þessu magnaða umhverfi. Þannig að ég tel að nauðsynlegum prófum sé nú lokið til áframhaldandi róðra -þegar á reynir. Og 25 km félagsróður var farinn í vor-Geldinganes- Nauthólsvík,án nokkurra vandamála.
Upp í hugann kemur viðtal sem ég las fyrir nokkrum árum í Kayakblaði, þar sem viðmælandinn var 84 gömul kona . Hún hafði stundað kayakróðra í áratugi og var ennþá að,réri nokkra km á degi hverjum.
Hún bjó í Honolulu .
Spræk kerling sem hélt mjöðmunum mjúkum með húlahuladansi, eftir róðra. Þannig að það er tími til stefnu hjá öðrum og miklu yngri
Ps. Nú er mikið um heimilishundahald og fólkið spókar sig á götum úti með hund í bandi. Þá þakka ég almættinu fyrir að ég hafi ekki fæðst sem hundur. Á erfitt með að vera í bandi.