Breiðafjarðarferð – Fleiri árar

07 ágú 2012 12:58 #1 by GUMMIB
Takk fyrir þetta Sævar

Virkilega gaman að lesa svona hnittinn og skemmtilegan texta.

Kv.
GUMMIB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2012 08:09 - 08 ágú 2012 05:03 #2 by Sævar H.
Takk fyrir umfjöllunina sem ég ýtti á flot í nokkurri kviku.
Í upphafi míns kayakferils var hugsað sem svo að rúmlega sextugur maðurinn ætti að ráða við svona smá kayakróðra með landi- í ár eða svo-áður en aldurinn segði stopp.
Ekki var því lagt í mikinn kostnað við tiltækið. Ódýr Hasle Explorer ,svunta,ár og blautgalli.Ekki ætla ég að upplýsa hvernig fyrsta flotgræjan var (flotvestið)
En búnaðurinn batnaði og árin í sportinu og rónar vegalengdir urðu fleiri en mig sjálfan óraði fyrir í upphafi.
Veru í kayaksportinu var gefið ár - í viðbót á hverju hausti, og ekki tók því að endurnýja kayakinn- til flottari græju-að mér fannst.
Þetta voru allt kornungir menn sem voru að spreyta sig við kayakinn á þessum árum.
Og nú, 12 árum eftir að ég taldi mig of gamlan til að sinna þessu magnaða sporti-er ég enn að- sjötíu og fjögurra ára gamall.
Sjókayaksportið sem var, þegar ég var að byrja, og nú ,er bara svipur hjá sjón-gríðarlegar framfarir hafa orðið innan Kayakklúbbsins. Öryggismál ,róðrartæknimál og búnaður - allt gjörbreytt og í góðu lagi.

Og þegar ég fór yfir pistil ferðanefnadarformannsins í undirbúningi Breiðafjarðarferðarinnar- þá þótti mér sem minn tími væri kominn - að láta staðar numið-enda á sjötugasta og fimmta aldursári.
En það er greinilega hægt að framlenga viðveru minni í kayaksportinum um eitt ár-eða svo. Ég var í Hraunsfirði í gær - á kayaknum- í 12-15 m/sek vindkviðum - á hlið. Við gömlu jálkarnir Hasle Explorer og undirritaður stóðum okkur með ágætum í þessum barningi. 6 klst var verið að þvælast þarna um- í þessu magnaða umhverfi. Þannig að ég tel að nauðsynlegum prófum sé nú lokið til áframhaldandi róðra -þegar á reynir. Og 25 km félagsróður var farinn í vor-Geldinganes- Nauthólsvík,án nokkurra vandamála.
Upp í hugann kemur viðtal sem ég las fyrir nokkrum árum í Kayakblaði, þar sem viðmælandinn var 84 gömul kona . Hún hafði stundað kayakróðra í áratugi og var ennþá að,réri nokkra km á degi hverjum.
Hún bjó í Honolulu .
Spræk kerling sem hélt mjöðmunum mjúkum með húlahuladansi, eftir róðra. Þannig að það er tími til stefnu hjá öðrum og miklu yngri ;)

Ps. Nú er mikið um heimilishundahald og fólkið spókar sig á götum úti með hund í bandi. Þá þakka ég almættinu fyrir að ég hafi ekki fæðst sem hundur. Á erfitt með að vera í bandi. :laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2012 22:58 - 17 júl 2012 23:22 #3 by Gunni
Ég hvet alla sem telja sig útilokað frá ferðinni að lesa lýsinguna aftur og máta sig við reglurnar. Ef þið hafið ekki komist í félagsróður en róðið reglulega annarsstaðar þá telst það með. Endilega segið frá því hvað þið eruð að gera. Enga hægversku, kayakfólk elskar að að lesa um róðra og önnur róðrasvæði.
Hafið endilega samband við RTG, mig (899-3055) eða t.d. Magga (kennslustjóra) og ræðið við okkur um hvar þið standið.
Eins megið þið gjarnan skrifa á korkinn (það er það sem Sævar vill).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2012 22:46 #4 by Gunni
Eru reglurnar eru óskýrar? Þær eru mót/sniðmát sem ég tel að alflestir munu passa í. Ég hef heyrt (email/sími) í nokkrum sem eru að máta sig við þær og dásama öryggisstefnuna. Einn átti aðeins eftir að skrá sig í klúbbinn aðrir sögðu "hvað þetta er ekkert mál". Allir áttu það sameiginlegt að líta á þetta sem hvatningu og "lögðu ekki árar í bát, heldur tóku fastar á". Kayakfólk eru harðjaxlar sem kallar ekki allt ömmu sína.
Það stefnir því í lúxusvandamál að hafa svona stóran hóp hæfra ræðara um Breiðafjarðarferðina.

En það segir sig sjálft að Breiðafjarðarferð, jafn stórkostnleg upplifun og hún er, er ekki fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu áratök.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2012 12:26 #5 by Orsi
Ég man hvernig félagsróðrarnir voru á tímum frjálsræðisins. Þá mættu ca 10 manns, allir réru 500 metra út á sjó og þá fyrst var stoppað til að ákveða hvað ætti að gera þennan daginn. Oftast fylgdi þessu hálfvandræðaleg íslensk þögn, því enginn vildi stíga fram og gerast róðrarstjóri eða gera yfirhöfuð neitt, sem gæti túlkast sem athöfn í að vera yfir "aðra hafinn." Á meðan þessu þingi stóð, þá rak hópinn gjarnan hingað og þangað: Nokkur orka og tími fóru í að grúppa saman og hefja róður. Þetta fyrirkomulag virkar svosem þegar engin nýliðun er fyrir hendi og alltaf sömu menn sem mæta og þekkja hver annan. En hlutirnir breyttust, Kayakklúbburinn var jú áhugasamur um að kynna sportið og laða nýtt fólk að. Og varð því að gerasvovel að taka afleiðingunum - sem hann gerði sannarlega af alúð og festu. Það þýðir ekki að biðja um myndir af sér í blöðunum og kynna klúbbinn í útvarpi og sjónvarpi, en hræra síðan hvorki legg né lið til að taka á móti nýliðum sem bíta á agnið.
Öryggisstefna klúbbsins er ekki útilokandi uppfinning, heldur þvert á móti ætluð til að fólk njóti sín í róðri. Klúbburinn hefði tortímt sjálfum sér ef hann hefði vanrækt móttöku nýliða og öryggismálin almennt. Ég held að það sé engin spurning.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2012 10:42 #6 by palli
Mín skoðun er sú að ferðanefnd sé að vinna mjög góða vinnu í að setja sanngjarnar reglur um ferðir klúbbsins. Ég held að flestir séu sammála um að það verður að vera hægt að takmarka fjöldann í ferðum eins og Breiðafjarðarferðinni. Ef mikil umframefirspurn verður þá má skoða að bjóða upp á aðra ferð t.d. næsta sumar.

Allir eru síðan sammála um að við viljum og verðum að hafa öryggið í fyrirrúmi í ferðunum okkar. Að fórna einhverju frjálsræði fyrir það verður bara að vera svo.

Ég sé ekki að kröfurnar sem eru settar fram séu að útiloka reynslubolta eins og Sævar. Ef einhver skilur þær þannig þá þarf kannski að umorða þær svo það liggi alveg ljóst fyrir. Sævar, þú ert örugglega sammála því að við viljum geta komið í veg fyrir að byrjandi mæti í ferðina á lánsbúnaði sem hann kann ekkert á er það ekki ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 júl 2012 20:54 #7 by Reynir Tómas Geirsson
Sæl öll, ég held að gamlir og reyndir klúbbmenn eins og Sævar og fleiri þurfi ekki að kvíða því að komast ekki með, þrautreynt fólk eins og Örlygur segir, og þar að auki fróðara en aðrir og skemmtilegir ferðafélagar gegnum árin. Það segir sig sjálft að frumherjarnir eiga að vera með og það án kvaða. Svo ekki leggja árar í bát í þessum skilningi, Sævar! En aðrir hafa komið sem hafa ekki haft mikla eða neina teljandi æfingu áður en þeir koma í þessa árlegu ferð. Mér finnst ekki órýmilegt að ætlast til þess að menn hafi lágmarksþjálfun og reynslu til að takast á við misjöfn veður, eins og varð til dæmis á bakaleiðinni í fyrra. Sem betur fer held ég að ekki hafi legið við banaslysi enn, þó alvarlegt ástand hafi skapast. Sjálfur hef ég komið með gest með mér sem var ekki eins vanur og ég hélt og ég geri mér vel grein fyrir hættunni sem í því getur falist og gerði á sínum tíma, - þegar hættan kom upp og eftirá. Aðrir hafa komið með útbúnað sem þeir kunnu ekki á og var tæpast fullnægjandi. Þess vegna höfum við í ferðanefndinni rætt þetta nú tvö síðastliðin vor að hafa ákveðnari kröfur um hvernig ætti að haga þátttöku. Það er heldur ekki órýmilegt að klúbbfélagar hafi eitthvað upp úr því að vera meðlimir. Loks byrjuðum við á bilinu um 20-30 og gekk vel, enn betur með skipulagi síðustu ára og góðri róðrarstjórn. En sjálfum fannst mér nær 40 manna hópur síðasta árs í allra stærsta lagi, sérlega ef veður versnar. Við verðum að hafa einhver mörk og öryggi í hávegum. Að tilkynna sig snemma, að vera æfður og með góðan búnað er gott og að vera í klúbbnum á að gefa aðeins plús, þegar fjöldinn fer þetta hátt og þá ættu menn ekki að koma alveg á síðustu stundu heldur. Útilegurnar í Breiðafirðinum hafa verið mjög góður árlegur viðburður í klúbbstarfinu og við viljum að allir séu velkomnir, en með góð öryggissjónarmið að leiðarljósi. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 júl 2012 20:54 - 16 júl 2012 21:49 #8 by Reynir Tómas Geirsson
Sjá, neðar, gerði þetta óvart tvöfalt ! Bæti þó við neðanskráð því að félagsróðrar (3) þyrftu ekki að vera skilyrði eða viðmið að mínu mati, heldur frekar þrír róðrar á sumri/vori, sama hvar það er, t.d. við vatnaferðir og veiðar hjá gamalreyndum gaurum, eins og t.d. mér eða Sævari. Ég er búinn að ná því enda fer ég oft með 1-3 ferðafélögum, og ekki endilega á Sundunum við Reykjavík. Þetta er ekki próf, heldur spurning um nýlega æfingu. Að sjálfsögðu eru þó félagsróðrarnir alltaf mjög gagnlegir, sérlega þeim sem minna fara eða eru óreyndari.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 júl 2012 17:35 #9 by Orsi
Frjálsræðið var helsti kosturinn í þessum ferðum, segir Sævar. Gott og vel. En athuga má að frjálsræðið var slíkt að það skilaði vanbúnu og óæfðu fólki inn í þessar ferðir, með þeim afleiðingum að litlu munaði að banaslys hlytust af. Þá var orðið tímabært að taka í taumana. Að horfa framhjá hlutunum hefði mjög hugsanlega grafið undan kayakiðkun á stuttum tíma. Ég held þess vegna að öryggisreglur, bæði í félags og sumarferðum hafi verið veigamikil stoð undir ástundunina í friði fyrir afskiptum af stressuðum yfirvöldum, sem grípa gjarnan til þess að þrengja að sportinu þegar illa fer. Þetta er mín skoðun. Og hví ættir þú annars ekki að ná meintu prófi, þrautreyndur maðurinn?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2012 21:03 #10 by Sævar H.
Jæja. svona er nú komið fyrir Breiðafjarðarferðinni sem stofnað var til fyrir 8-9 árum síðan. Þá voru þessar ferðir tengdar Kayakklúbbnum sem þá var að stofni til straumbátaklúbbur. Reynir Tómas og undirritaður vorum þar fremstir í flokki áhugasamra ferðamanna og kvenna um menningarlega sjókayakróðra. En fram að þessu hafði enginn fastur púnktur verið í svona ferðum almennt - menn voru að hóa sig saman -alveg sjálfstætt og ótengt Kayakklúbbnum. Grunntónnin í þessu var að þetta skyldi opið öllum áhugasömum um náttúru landsins með þessum ferðahætti. Frjálsræðið var helsti kosturinn. Þessar ferðir urðu smásaman vinsælar-enda ávallt mjög vel undirbúnar og poppaðar upp á korkinum með ýmsum hætti. Nú er þetta allt breytt. Fjöldatakmarkanir með ýmsum skilyrðum eru fyrirhugaðar. Sjálfur hafði ég róðið mikið einn á þessu svæði áður en þetta upphafsform komst á. Þekkti því nokkur til rötunar ,strauma og hins magnaða samspils flóðs og fjöru sem á ekkert sér líkt hér á landinu. En nú er ég kominn að upphafinu á ný. Ég næ ekki prófinu í næstu ferð. Þess vegna er ég að fara í gamla farið - að róa einn . Hef undanfarið verið að róa um fjallavötn vegna silungsveiði-léttara að ferðast á kayak um þau en að ganga... En þar sem þessum Breiðafjarðaferðum Kayakklúbbsins er nú lokið fyrir mig-þá er komið að því að þakka fyrir skemmtilegar ferðir undangenginn áratug alveg -sérstaklega hinar fyrstu. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

14 júl 2012 00:08 #11 by Guðni Páll
Alveg sammála Lalla það er fullkomlega eðlilegt að það séu kröfur fyrir svona ferð. En ég ætla að mæta og hlakka til að sjá ykkur félagar.

Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2012 21:30 #12 by Larus
Mér líst vel á að kröfur séu skerptar i þessari ferð, það er sanngjarnt gagnvart öllum að ræðarar séu vel vanir og geti tekið þátt i björgunum oþh sem alltaf geta komið upp, því betri sem hópurinn er því skemmtilegra fyrir alla.

Að ræðarar séu i klúbbnum og hafi verið duglegir að mæta og æfa sig er bara eðlileg krafa sem mér sýnist að verði gengið eftir i ár með aukinni ásókn í þessa ferð.
Við höfum upplifað að veðrið snarbreytist á skammri stund og þá er nauðsynlegt að fólk sé i góðri æfingu og hafi prófað að takast á við vind og veður.

Félagsróðrarnir okkar eru frábær vettvangur til að æfa sig og fá leiðsögn hjá reyndari ræðurum og ég hvet alla til að nýta þá vel, vera óhrædd að spyrja ráða og nýta hvert tækifæri sem býðst til að bleyta hárið.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2012 16:47 - 12 júl 2012 17:36 #13 by Sævar H.
Ekki hef ég komist uppá lagið með að nota fleiri árar en eina. En á tímum áraskipanna var notast við fleiri árar á bát. Einna helst er ég hrifinn af sexæringunum gömlu. En sex-ið var sá fjöldi ára sem notaðar voru við róðurinn. Við langróðra voru áratökin höfð löng, yfirleitt 7 á mínútu. Og vegalengdir mældu sjómenn í áratogum þ.e 7 x60/klst. Samanber þessi gamla og góða vísa um tímalengd á róðri frá Eyrarbakka í Selvog :

"Frá Eyrarbakka út í Vog
er svo mældur vegur
átján hundruð áratog
áttatíu og fjegur."


Vegalengdin á sjó, frá Eyrarbakka út í Selvog, mun vera 25-30 km. og í logni 4-5 kl. stunda
róður. Þegar tekið var langræði höfðu menn, að öllum jafnaði, langdregin áratog, 7 áratog á mínútu, og það eru 420 áratog á klukkustund, en 1890 áratog á 4.5 kl. stund.


Þetta er sett hér inn svona kayakfólkinu til upphitunnar í róðartíðinni :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2012 14:50 #14 by gsk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 júl 2012 13:14 #15 by Gunni
Skoðanaskipti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum