21 mættu í félagsróðurinn og aðrir 4 voru við gæslustörf á sama tíma hjá sjósundfólki milli Bessastaða og Nauhólsvíkur.
Þóra tók að sér róðrastjórnina, róið var sunnan megin við Viðey og stoppað á Eiðinu, nær Kattarnefinu. Flestir báru bátana sína yfir Eiðið, en 2-3 réru hringinn. Rérum svo með norðurhlið Viðeyjar, komum við í Fjósaklettunum og þar tók við hefðbundið sull, björgunaræfingar og veltur.
Það bætast alltaf við nýjir ræðarar í hvern félagsróðurinn í sumar og þessi róður var engin undantekning.