Þau hjónin Paul og Marian voru komin að Seltjörn um kl. 13:45 enda á lensi og reru þar fram hjá. Ég fór því á sjó norðan við nesið og mætti þeim þar. Maggi forfallaðist óvænt(!) vegna ættingja frá Bandaríkjunum, sem hann hafði boðið í kaffi en alveg gleymt þegar kayakviðburður var í boði
.
Vindur fór vaxandi og var stundum upp í 12-14 m/s beint á móti frá Örfirisey og yfir ytri höfnina. Við lentum svo á Laugarnestanga þar sem róðri þeirra hjóna lauk, vissulega mikill róður og leiðangur þótt ekki hafi verið um heilan hringróður að ræða.
Hörður var mættur þar og fór með þau í tjaldstæðið í Laugardal. Allt var fullt á farfuglaheimilnu, enda að verða ófært að sofa í tjaldi vegna veðurs, en þau reistu tjald sitt í roki og rigningu og voru þó veðurbarin og blaut af svita eftir sjóferðina. Það endaði svo með þvi að Maggi kom þeim í aðstöðu sem hann hefur á verkstæði sínu uppi á höfða.
Sveinn Axel kom frá Geldinganesi og mætti okkur nálægt baujunni sunnan við Engey og við hjálpuðumst við að bera fullhlaðna báta upp að bílnum. Gott var svo að hafa samfylgd Svenna til baka, það er ekki skemmtilegt að róa einn í svona veðri.
Kv. GHF.