Fékk þessa ágætu fyrirspurn frá Halldóri félaga mínum:
Þessi stjórnborðshelmingur fannst sjórekinn fyrir neðan Vatnsholt (Langholt) á Snæfellsnesi fyrr í sumar…eða kannski er lengra síðan, man það ekki alveg. Systur minni fannst ótækt að henda honum eins og hverju öðru rusli án þess að nefna það við mig og mér finnst ómögulegt að henda honum án þess að gera ykkur viðvart. Ég vona a.m.k. að eiganda árinnar sé ekki saknað.
En gripurinn virðist í furðu góðu ásigkomulagi nema hvað skaftið er orðið dálítið matt og rispað. Kannski nægir að slípa það nett.