Æfingar á straumkayak o.fl.

20 ágú 2012 20:10 #1 by Gíslihf
Ég reri Hvítá í dag undir leiðsögn Jóa (Jóhann Geir) á bát frá Gumma Björgvins frá Veiðistað en það er sama leið og farin er í flúðasiglingum niður að Drumboddsstöðum.
Þetta var heldur erfiðara en klúbbferðin í vor þegar róið var frá Brúarhlöðum, en það er meira að gerast í ánni þar fyrir ofan og einnig var rennslið heldur meira nú. Þetta gekk bara nokkuð vel, ein óvænt velta sem tafði ekki fyrir og ein surfalda sem hélt mér föstum andartak og svo nokkur straumaskil sem riðluðu jafnvæginu. Allt var þetta þó mun betra og skemmtilegra en draumaruglið sem var að pína mig svolítið nóttina áður með straumöldum og iðum sem ég réð ekkert við og á seinni hlutanum var þetta orðið afslappað.

Þakka ég Jóa fyrir góða tilsögn og ánægjulega ferð og Agli syni hans fyrir samfylgdina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2012 21:28 #2 by Jói Kojak
Á meðan ég man, Gísli hér er ágætt video frá Simon Westgarth þar sem farið er í grunnatriðin. Ekki alveg nýtt - en virkar samt.

vimeo.com/1851719

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2012 20:12 #3 by Jói Kojak
Alveg örugglega. Myndbandið er tekið ofan við brúna á milli Gullfoss og Geysis. Þar fyrir neðan gerist held ég ekkert fyrr en við Faxa. Hvað síðan gerist þar fyrir neðan þekki ég ekki.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2012 12:53 - 08 ágú 2012 12:53 #4 by Rúnar
Jú vissulega ... en eru ekki langir kaflar þar sem fljótið er kjörið til kanóróðurs?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2012 12:20 #5 by Jói Kojak
Það fer nú dálítið eftir því hvar í Tungunni maður er :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2012 10:49 #6 by Rúnar
Ég hef lengi velt fyrir mér möguleikum á að róa Þjórsá á kanó, t.d. þar sem hún rennur fyrir ofan og neðan Árnes. Hún gæti þó verið helst til lygn á þeim kafla fyrir kappa eins og Gísla - og þó, það gæti höfðað til hringfarans að róa í kringum Árnes því nesið er eyja, eitt af fáum nesum sem það eru. Einnig gæti Tungufljótið verið skemmtilega afslöppuð kanó-á. Ég stefni raunar á tilraunaróður á fljótinu nú í haust og svo er ætlunin (ef það er óhætt) að fara með krakka í kanó-ferð og útilegu.

Virkilega gaman að sjá myndir og lesa um kanóróður Gísla og Örlygs.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2012 15:20 - 07 ágú 2012 15:22 #7 by Gíslihf
Ég var heppinn að fá Örlyg með mér í þessa tilraunaferð enda er hann fær í flestan "sjó". Leið okkar var sú sama og hinsta för Jóns Gerrekssonar biskups í Skálholti, sem drekkt var í Brúará við Spóastaði í poka með steini í og sveinar hans drepnir á þurru landi. Jón rak síðar upp við Ullarklett, í landi Hamra, skammt norðan við Hestfjall. Þessa sögu þekkti ég sem lítill drengur, enda sendur í sveit á Hömrum.
Það kom á óvart að lenda í sólfarsvindi upp með Brúará og Hvítá, líklega allt að 8 m/s og var þá alda móti straumi sem gaf inn í bátinn af og til. Það var í lagi fyrir mig, enda í sæti skutræðara. Róðurinn gekk þó mætavel og tók ferðin um þrjá tíma.
Hér eru nokkrar myndir sendar á netið af Picasa, þar er sjálfvirk ensk þýðing á texta mínum sem er all góð, merkilegt er þó að nafn Örlygs er þýtt sem "Apollo". Hann virðist því vera af göfugum grískum ættum.:
picasaweb.google.com/gislihf/M201208Kano...v1sRgCLybwqHHg9CezwE

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 ágú 2012 11:56 - 07 ágú 2012 12:06 #8 by Orsi
Það er rétt að það komi fram, til gamans og gagns, að klúbburinn okkar er bæði kayak- og kanóklúbbur (segir í 2. gr. laga félagsins amk.) og því frábært að einhver skuli hreyfa við þessum armi starfseminnar. En hvað, Gísli tók mig með sér á tveggja manna kanóinn sinn í gær og rérum við ca 13 km leið eftir Brúará og Hvítá. Þetta var í fyrsta skiptið mitt á svona bát og örugglega ekki það síðasta. Mjög skemmtileg reynsla. Ég held að þessi bátur ætti fyllilega heima í klúbbferðum á Þingvallavatn og Langasjó, innan um kayakana.
Báturinn sem Gísli er með, er einstaklega tígulegur ásýndar, og rennilegur. Ég naut hverrar mínútu, það segi ég satt.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2012 21:12 - 04 ágú 2012 08:55 #9 by Gíslihf
Vill einhver/jir róa með mér léttar ár, um 10 km leiðir ?

Ég ætla á námskeið í byrjum sept. í Englandi fyrir kennara eða þjálfara sem nefnist "Coach Level 1" og vonast til að geta fylgt því eftir á næsta ári með "Level 2". Sjókayakfærni hjá mér er góð (4* Guide), en ég þarf að æfa róður á straumkayak og kanó til þriggja strjörnu prófs (BCU). "Level 1" miðast við kennslu og leiðsögn byrjenda almennt (sjókayak, kanó, straumur) meðan Level 2 skiptist eftir greinum.
Forsendur prófa í þessum greinum er tiltekin reynsla og færni eins og sjá má á vefsíðu BCU ( www.bcu.org.uk/tests-and-awards/personal...start-i-1-to-3-star/ ).
Þeir Örlygur, Gunnar Ingi og Ágúst Ingi hafa hug á að róa með mér hver sína kanó-ferðina ferðir á næstunni.
Jóhann Geir Hjartarson ætlar að fara með mér í Hvítá niður að Drumbó og það verður eins konar kennsluferð í straumkayak og lestri straumsins. Sú leið telst vera af erfiðleikastigi "Grade 2". Auk þess þarf ég að fara í fleiri léttari straumferðir í straumvatni sem mundi flokkast Grade 1-2 en Guðmundur Jón Björgvinsson var svo vinsamlegur að lána mér straumkayak í nokkurn tíma.

Þá er ég kominn að efninu:
Mig vantar ábendingar um hentugar leiðir og mig vantar félaga sem vilja vera með í ferðum - til gamans og einnig ef þeir kynnu að hafa áhuga á einhverju svipuðu og ég er að vinna í.

Kveðja, GHF.
Sími 822 0536
gislihf@simnet.is

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum