Vill einhver/jir róa með mér léttar ár, um 10 km leiðir ?
Ég ætla á námskeið í byrjum sept. í Englandi fyrir kennara eða þjálfara sem nefnist "Coach Level 1" og vonast til að geta fylgt því eftir á næsta ári með "Level 2". Sjókayakfærni hjá mér er góð (4* Guide), en ég þarf að æfa róður á straumkayak og kanó til þriggja strjörnu prófs (BCU). "Level 1" miðast við kennslu og leiðsögn byrjenda almennt (sjókayak, kanó, straumur) meðan Level 2 skiptist eftir greinum.
Forsendur prófa í þessum greinum er tiltekin reynsla og færni eins og sjá má á vefsíðu BCU (
www.bcu.org.uk/tests-and-awards/personal...start-i-1-to-3-star/ ).
Þeir Örlygur, Gunnar Ingi og Ágúst Ingi hafa hug á að róa með mér hver sína kanó-ferðina ferðir á næstunni.
Jóhann Geir Hjartarson ætlar að fara með mér í Hvítá niður að Drumbó og það verður eins konar kennsluferð í straumkayak og lestri straumsins. Sú leið telst vera af erfiðleikastigi "Grade 2". Auk þess þarf ég að fara í fleiri léttari straumferðir í straumvatni sem mundi flokkast Grade 1-2 en Guðmundur Jón Björgvinsson var svo vinsamlegur að lána mér straumkayak í nokkurn tíma.
Þá er ég kominn að efninu:
Mig vantar ábendingar um hentugar leiðir og mig vantar félaga sem vilja vera með í ferðum - til gamans og einnig ef þeir kynnu að hafa áhuga á einhverju svipuðu og ég er að vinna í.
Kveðja, GHF.
Sími 822 0536
gislihf@simnet.is