Þá skal rita þótt seint sé. En það voru semsé 14 þátttakendur í síðasta félagsróðri og farið var á flóðaliggjanda frá Geldinganesi útí Grafarvog og nesti etið í fallegri kvöldsól í túnfæti kirkjujarðar Grafarvogs. Og þá var haldið heim undir Gullinbrú í hressilegum útfallsstraumi. Ekki síður hressilegar björgunaræfingar og sprell við Fjósakletta og prammann mikla í Eiðsvíkinni. Ég þekki nöfnin á helmingi þátttakenda, þar á meðal róðrarstjóranum sem Gísli Karlsson heitir og lýkur þá þessari skýrslu. Læri fleiri nöfn í næsta róðri. Þökk.