Mikilvægt er að hafa góð flotholt fest í stefni og skut til að geta rétta kanó við eftir veltu auk stórrar ausu eða fötu. Ég á von á flotholtum frá framleiðandanum næstu daga. Þar til hef ég áraflot, þurrpoka og annað dót í staðinn og svo eru gallar okkar og flotvesti notuð. Félagabjörgun og tæming er einnig möguleg með aðstoð annars báts og hef ég þegar æft það lítillega.
Ég tel alltaf réttast að gera eins og börnin sem fara fyrst aðeins út fyrir lóðina heima og svo smám saman lengra eftir því sem öryggið og þekking á umhverfinu vex, hvar eru hrekkjusvín, vondir hundar og svo famvegis.
Annars er það rétt að þetta eru ekki bátar fyrir vind og slæmt sjólag.
Kveðja,
GHF.