Með kanó í félagsróður 9. ágúst 2012

10 ágú 2012 11:05 #1 by Gíslihf
Þessi kanó róður gekk vel.
Svenni aðstoðaði mig að bera kanóinn að sjávarmáli og horfði á eftir mér róa í átt að Fjósaklettum og leist líklega ekki vel á þar sem ég átti í basli með stefnuna. Vindur var um 5 m/s á vinstri hlið og aðeins á móti. Ég fór í sandfjöruna neðan við Áburðarverksmiðjuna og síðan var ég í súginum af minni háttar undiröldu milli Fjósaklettanna. Þá kom í ljós að áratæknin frá kayak dugði vel, árastýring á stefni - hlið og skut, til að renna milli steina.
Róðurinn til baka gekk mun betur og tókst þá að láta vindhanasnúning og áratakssnúning vega hvorn annan upp, þannig að vel skreið fleyið fram.

Það besta við þessa ferð var að þetta var minn fyrsti sóló róður á kanó.

Kv.
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2012 11:50 #2 by Gíslihf
Mikilvægt er að hafa góð flotholt fest í stefni og skut til að geta rétta kanó við eftir veltu auk stórrar ausu eða fötu. Ég á von á flotholtum frá framleiðandanum næstu daga. Þar til hef ég áraflot, þurrpoka og annað dót í staðinn og svo eru gallar okkar og flotvesti notuð. Félagabjörgun og tæming er einnig möguleg með aðstoð annars báts og hef ég þegar æft það lítillega.

Ég tel alltaf réttast að gera eins og börnin sem fara fyrst aðeins út fyrir lóðina heima og svo smám saman lengra eftir því sem öryggið og þekking á umhverfinu vex, hvar eru hrekkjusvín, vondir hundar og svo famvegis.

Annars er það rétt að þetta eru ekki bátar fyrir vind og slæmt sjólag.

Kveðja,
GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 ágú 2012 10:49 #3 by Sævar H.
Hefur þú reynt sjóhæfni kanóa, Gísli ? Hef alltaf litið á þessa gerð báta sem vatnabáta á lygnu vatni. Upprunna við stórfljót og vötn í USA.

Á mínum yngri árum , smíðuðu þrír vinnufélagar mínir sér svona báta úr trefjaplasti, eftir viðurkenndu móti.. Reynslusiglingin fór fram á Hvaleyrarvatni. Einum af þremur hvolfdi og ræðarinn var við drukknun-en gat kraflað sig í land. Held að frekari róðrar hafi ekki farið fram. Nú hefur þú kynnt þér þetta eitthvað..er stöðuleiki þessara báta á sjó setjandi-t.d í öldu ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 ágú 2012 23:40 #4 by Gíslihf
Það verður væntanlega félagsróður á morgun (fid. 9.8.'12) kl.19.
Ég er að hugsa um að koma með kanóinn minn, hann hentar best fyrir tvo ræðara þannig að ef einhver fæst til að róa með mér væri það gaman.
Það er líka alveg hægt að taka kayak í tog á meðan ræðari kemur upp í kanóinn og rær einhvern spotta.
Þó ég fái ekki viðbrögð hér ætla ég að koma og sjá hverni liggur á fólkinu.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum