Fyrir tilviljun þá rakst ég á "GPS-æfingar"/(leik) nýlega.
Á ákveðnum stöðum eru faldir kassar (cache) og gps hnit þeirra skráð á síðuna
www.geocaching.com
.
Í kassa er gestabók og "fjársjóður" sem samanstendur af hlutum sem einhver velur að skilja eftir í honum.
Nýja GPS tækið sem ég keypti sérstaklega fyrir Breiðarfjarðarferðina sem ég fór ekki í
, prófaði ég í staðinn að nota á svona staðsetningu við Grettislaug í Skagafirði og fann.
Þetta er bara nokkuð skemmtilegt og mjög góð æfing á notkun GPS.
Síðan
www.geocaching.com
er svona lala fyrir fyrstu kynni en þið ættuð að kíkja á hana og athuga hvort þið finnið punkt í nágrenni við ykkur hvar sem þið eruð heima/heiman.