Marathon

26 ágú 2012 19:05 - 26 ágú 2012 19:06 #1 by olafure
Replied by olafure on topic Re: Marathon
Ég þakka öllum sem komu að þessu, keppnisnefndin stendur sig vel. Þetta var erfiðasta keppni sem ég hef tekið þátt í enda var tíminn 1 klst frá mínu besta. Þetta var samt þræl gaman og lærdómsríkt og súpan frábær. Allir sem tóku þátt í þessari keppni geta borið höfuðið hátt.
Takk fyrir mig

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 ágú 2012 09:35 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Marathon
Þakka Klöru, Agli og Pétri fyrir gott skipulag og undirbúning vegna Maraþon keppnarinnar í gær sem tókst vel. Þá var frábært að fá þessa flottu kjötsúpu að loknu öllu puðinu.

Fyrsti leggurinn frá Geldingarnesinu var frábær, þar sem lensið var í fyrirrúmi, þar náði ég mest tæplega 15 km, en yfirleitt var hraðinn milli 10-12 km í ágætis öldu. Á öðrum legg byrjaði puðið á móti vindi og þá var orkubankinn fljótur að tæmast, og hraðinn hrundi. Á síðasta leggnum var það eiginlega bara þrjóskan sem lamdi mig fram og skilaði mér í mark.

Þetta er í fyrsta skiptið sem ég tek þátt í Maraþon keppninni og hafði mjög gaman, amk svona eftir á.
Hef líklega aldrei fengið eins marga vöðvakrampa á einum degi, og í vöðvum sem ég hreinlega vissi ekki um.

Næsta keppni er á laugardaginn kemur, þar sem tækni og sull verður í fyrirrúmi. Skora hér með á alla þátttakendur í Maraþon keppninni að mæta og taka þátt í tæknikeppninni næsta laugardag.

Takk fyrir mig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 ágú 2012 21:38 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Marathon
Þakka keppnisnefnd fyrir að undirbúa og framkvæma þessa árlegu maraþonkeppni klúbbsins og fyrir þessa kjötmiklu súpu sem er sú kraftmesta sem ég hef nokkru sinni smakkað.

Keppendur þurftu að hafa allverulega fyrir því að klára alla þrjá leggina en við sem skiptum þessum 42 km í þrennt áttum frekar náðugan dag.

Allir sem róa eitthvað ættu að geta klárað einn legg sem er uþb 12-14 km.

takk fyrir mig,
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 ágú 2012 19:45 #4 by Larus
Replied by Larus on topic Re: Marathon
já þá er fyrsta maraþoni mínu lokið - bara nokkuð skemmtilegt fyrsti leggur var að mestu undan vindi - hliðarvindi sem gaf ágætis rennsli, á skegglausum Rómany var hörku vinna að halda kúrs en ansi gaman - sá á gps-inu að max hraði var 14.7 i einhverju rennslinu, ekki það að ég hafi verið i fremstu röð - þvert á móti var ég með síðustu mönnum á þessum legg, kappróðara græjurnar voru langt i burt, flestar að minnsta kosti. Síðasti hlutinn i fyrsta hluta var á móti vindi - þegar komið var fyrir Kjalarnesið og það átti eftir að vera það sem boðið var uppá restina inn Hvalfjörðinn. Stoppin tvö voru fín - boðið var uppá hressingu samlokur djús og ávexti - mjög flott - takk fyrir mig.
Seínni tveir legirnir inn Hvalfjörðinn voru óttalegt puð, fyrstu menn voru i fjarska, fljótlega á öðrum legg mættum við Eyma sem var i forystusveitinni en snéri við vegna verkja i handlegg - ekki rétt að taka sjensa með tennisolbogann. Stuttu síðar sást til Gumma Breiðdals á björgunartuðrunni, hann var ekki að sjá i sínu besta formi enda búin að hlaupa af sér allt kjöt i maraþoni um síðustu helgi. Við Guðni vorum á svipuðu róli með grænlensku árarnar en um miðbik annars leggs slökknaði á kallinum og hann dúndraði á vegg. Óli var i forystu með Svenna á hælunum þegar yfir lauk.
Svona eftir á að hyggja var þetta bara gaman, ég hafði stefnt á að halda tempói sem ég réði vel við, ekki það að Rómaný sé hraðskeiður en allt hafðist þetta aðlokum og við sæmilega heilsu þegar yfir lauk.
Góðar þakkir fá keppnisnefnd fyrir veitingar og allt stúss sem fylgir svona keppni, starfsfólk og björgunarsveitir eiga heiður skilið fyrir sinn hluta.

takk fyrir "góðan" dag - lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 ágú 2012 13:53 #5 by bernhard
Replied by bernhard on topic Re: Marathon
flottur hópur sem lagði af stað í morgun, verður gaman að sjá útkomuna :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2012 20:34 #6 by gunnarsvanberg
Replied by gunnarsvanberg on topic Re: Marathon
Ég stefni á að taka heilt marathon. Ætla þó ekki að keppa við tímann heldur það eitt að klára. Til að ná því mun ég taka því frekar rólega á leiðinni enda aldrei farið 40km. áður. Það væri gaman að heyra hvort fleiri eru í sama gír!?!

Kv.Gunnar Svanberg.
Vængjaður SeaWolf.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2012 20:28 #7 by olafure
Replied by olafure on topic Re: Marathon
Ég var allt í einu farinn að horfa í að skella mér á surfski en dreg það nú til baka, allt í einu breyttist spáin og ræsing frá Hvammsvík lítur betur út.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2012 20:02 #8 by olafure
Replied by olafure on topic Re: Marathon
Mér sýnist það verða mótvindur á lokalegg frá Kjalarnesi ef ræst er í Hvammsvík. Þetta er snúið sérstaklega þegar maður er að fá fólk til að Keyra sig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2012 18:50 #9 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Re: Marathon
Ég þarf far fyrir mig og bátinn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2012 17:35 #10 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Marathon
Við Gísli H.F og Smári ætlum að vera saman í liði og ég þarf allavega far með minn kayak.
Mér líst vel á að taka Hvammsvík-Gness vegna sjávarfalla og veðurútlits en nefndin hefur auðvitað síðasta orðið í þeirri ákvörðun.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2012 17:27 #11 by Egill Þ
Replied by Egill Þ on topic Re: Marathon
Miðað við veðurspá þá eru 50% líkur á því að ræst verði í Hvammsvík og róið þaðan í Geldingarnes. Keppnisnefnd fylgist með veðurspá og endanleg ákvörðun verður tekin í Geldinganesi í fyrramálið. Keppendur eru beðnir um að fylgjast vel með á korkinum og mæta eigi síðar en 09:00 í Geldingarnes þannig að það sé tími til að bruna upp í Hvalfjörð sé það vænlegri kostur.

Æskilegt er að keppendur láti vita hvort að þeir þurfi far fyrir bátinn (og sjálfan sig) til baka að keppni lokinni. Þetta er sérstaklega mikilvægt í liðakeppninni þar sem ferja þarf báta og menn að og frá skyldustoppum.
Keppnisnefnd mun gera sitt ítrasta til að skipuleggja far fyrir þá sem þurfa. Meðlimir keppnisnefndar munu að sjálfsögðu undirbúa viðeigandi veitingar til keppenda bæði í skyldustoppum og að keppni lokinni.

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2012 17:23 #12 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Re: Marathon
Ég ætla í heilt á Valley og grænlensk.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2012 13:25 #13 by Larus
Replied by Larus on topic Re: Marathon
stefni á heilt........ Romany og grænlensk

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2012 08:43 #14 by eymi
Replied by eymi on topic Re: Marathon
Ég mæti í heilt marathon... á Rapier með vængár :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2012 07:57 #15 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Re: Marathon
Mæti í heilt maraþon

Kv.
GUMMIB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum