Þakka ykkur hrósið, þetta sýnir í raun og sannreynir að æfingaplön Ólafs B. Einarssonar eru hrein meistarastykki og vel nothæf til að ná árangri. Nú eru framundan fleiri keppnir bæði í Danmörku og í Þýskalandi.
Því miður næ ég ekki að fá nýja bátinn sem Seabird Designs er búin að smíða fyrir mig, fyrir þær keppnir. Sá bátur er koltrefja og kevlar útgáfa af Sport 600 bátnum sem ég nota. Nýji báturinn kemur til með að vega í kringum 12-14 kg og er sér hannaður eftir mínum óskum og ætti að geta komist töluvert hraðar yfir en Ísbjörnin. Enda meira hugsaður fyrir "smærri" verkefni og keppnir