Misheppnuð kanóbjörgun

28 ágú 2012 16:16 #1 by Sævar H.
Eftir þá reynslu sem félagar mínir öðluðust eftir kanosmíði -ákvað ég að koma aldrei nálægt þannig fleytu. Einn af þeim var við drukknun. Sá er núna einn stærsti og öflugasti sjóskipaframleiðandi landsins. Smíðar afburða sjóskip 3-20 tonna og selur vítt um heiminn. Kano smíðaði hann aldrei meir.
En þetta er hörmulegt slys þarna í Skotlandi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2012 13:54 #2 by Gíslihf
Það er full ástæða til að huga að öryggi á kanó eins og sjá má af þessari sorglegu frétt frá Skotlandi og ég sé ekki eftir að hafa sent nokkuð hvasst e-mail til þeirra Lettmanna um daginn:

news.sky.com/story/977712/canoe-tragedy-search-for-dad-resumes

Auðvitað verður maður að prófa þetta allt sjálfur og bera ábyrgð á því að allt sé í lagi. Það er rétt að minna á að flotvesti okkar kayakmanna duga aðeins fyrir þá sem eru syndir og hafa meðvitund og alls ekki fyrir ung börn.
Auk þess þarf að vita hvað tekur við ef kanó hvolfir eins og þessi þráður minn bendir á.
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2012 11:33 #3 by Sævar H.
Best væri að flothólfin væru hluti af sjálfum bátnum og þá þétt trefjaplasthólf og þá staðsett ofarlega eftir endilöngum síðum bátsins.

En þá er farið að tala um viðamiklar breytingar á kanó. Annað er að setja lokuð þykk (burðarmikil) lokuð plaströr og þá með svipaðri staðsetningu og þessar linu og burðarlausu uppblásnu blöðrur sem Gísla voru seldar .

Þessar uppblásnu blöðrur eru ágætar í lokuðu rými þó óþétt sé, til að mynda lyftikraft með öruggu og jöfnu átaki á allan bátinn.

En öll tilvikin útheimta það miklar breytingar á bátnum að kanó er ekki lengur réttnefni.
Venjulegir vatnabátar eru margir þannig framleiddir að þeir eru ósökkvanlegir. Þeir eru steyptir með flottönkum.

Þegar ég var uppá mitt besta við fiskveiðar á sjókayak í misjöfnum veðrum og sjólagi-þá lagðist ég í mikla stúdíu varðandi flotholt,festingar þeirra, burð og sjóhæfni bátsins við þær breytingar.

Síðan smíðaði ég búnaðinn.

Aldrei hlutust vandræði af-utan þess að hvalur einn sýndi búnaðinum áhuga-að ég taldi-kannski kynferðislegan ?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2012 09:10 #4 by GUMMIB
Sæll Gísli

Tek fram að ég hef ekkert vit á þessu en langar samt að spyrja. Eru ekki sumir af þessum kanóum með lokuð rými í skut og stefni?

Af myndunum að dæma er það ekki hjá þér. Það myndi örugglega vera til bóta, spurning samt hvort það sé nóg.

Síðan held ég almennt með svona flot að þau verða að tolla kyrr til þess að halda bátnum á floti.

Þú ert öflugur að standa í þessum æfingum segi ég bara.

Kveðja
GUMMIB

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2012 08:47 - 24 ágú 2012 08:50 #5 by Gíslihf
Ég undrast ekki ummæli þín Sævar - og var að sjálfsögðu að vara við þessum búnaði með frásögn og myndum mínum. Ég er að vinna einn í þessu og hef engan kennara nema eigið frumkvæði og reynslu af slíkum æfingum.
Hinn virti þýski framleiðandi Lettmann seldi mér þennan búnað, sem ég hefði skilað umsvifalaust hefði ég ekki verið búinn að bíða í mánuð eftir sendingunni og greiða allmikið fyrir sendingarkostnað, aðflutnings- og þjónustugjöld. Hér er póstur sem ég fékk frá þeim í morgun um M6 slöngurnar sem ég kvartaði yfir:
Dear Mr. Gisli,
... You can Fix the M6 tubes inside the boat under the seats with a thin rope, one on the right side and one of the left side. So there is a lot of space in the middle of the boat for your feet. You can use bow and stern for your baggage.
In germany most of the canoe paddlers don´t kneeling in the boat. They are sitting normal on the bank, the legs are stretched in front of theirself.
Sorry, but we have no photo of the mounted airbags.
Best regards
Mr. Heiko


Það er því ljóst að mig vantar enn fullnægjandi flotbúnað í þennan bát - og þigg ég ábendingar um heppilega lausn.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2012 08:10 #6 by Sævar H.
Þetta er alveg ótrúlegur búnaður hjá þér ,Gísli H.F. Að óbreyttu ertu kominn á hreina manndrápsfleytu-sorry. Þessi búnaður er sá versti sem ég hef séð um borð í bát, ásamt frágangi. Þetta er bara sett inn sem velviljuð athugasemd. :(

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 ágú 2012 22:40 - 23 ágú 2012 23:10 #7 by Gíslihf
Ég reri í blíðunni að Fjósaklettum þegar hópurinn í félagsróðri fór á sjó austan við Eiðið. Verkefni kvöldsins var fyrsta björgunaræfingin á kanó. Æfingin gekk vel í vissum skilningi, en björgunin ekki.

Ég hvolfdi bátnum milli tveggja Fjósakletta, henti spotta sem var fastur í miðju báts yfir botninn og rétti hann við með því að toga í spottann. Þá jós kanóinn sig fullan. Flotbúnaður frá Lettmann, eins konar loftpylsur svignuðu upp milli sætanna en máttu sín lítis til að lyfta bátnum. Ég á eftir að skrifa þeim e-mail, en eins og allir vita er falskt öryggi verra en ekkert. Brá lykkju fastri við stefni undir ökklann og þá var vandalaust að "stíga" upp í bátinn, vandamálið var bara að stefnið sökk! Settist eigi að síður á miðþóftu en hann maraði áfram í kafi, settist þá niður á botn í fullum bátnum, tróð pylsunum undir lappirnar og gott ef ég dró ekki líka djúpt að mér andann og hélt bátnum réttum, þá lyftu lunningarnar sér aðeins upp úr þannig að ég gat farið að ausa með fötu. Þetta hefði ekki gengið í vindi eða öldu.

Það má því segja að æfingin hafi skilað reynslu og þekkingu án þess að hægt sé að segja að björgun hafi tekist - það minnir á lækninn sem sagði aðgerðina hafa tekist vel, en sjúklingurinn hafi að vísu dáið!

Ég prófaði þetta svo aftur við Eiðið til að geta tekið myndir og bætti svo bílslöngu undir miðþóftuna og var það heldur betra.

picasaweb.google.com/gislihf/M201208Kano...1sRgCNuT3qKF-_PVoQE#

GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum