Gullinbrúin góða.

26 ágú 2012 12:21 #1 by jsa
Replied by jsa on topic Re: Gullinbrúin góða.
Það er snilld að fylgjast með þessum straumkayakæfingum hjá þér. Það var alveg farið að vanta einhverja umræðu um straumkayakróður á þessa síðu.
Svo er bara að vona að það fylgi fleiri í kjölfarið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 ágú 2012 21:29 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Gullinbrúin góða.
Ætla að taka æfingar undir Gullinbrú á morgun sd. 25.8.12.

Flóð er kl 13:42 þannig að ég áætla að straumur út úr Grafarvogi undir brúna verði í hámarki kl. 17. Það er því fínt að æfa róður úr og í lognpolla (eddies) við land og straumskrið (ferrygilding) næsta hálftíma fyrir og eftir kl. 17. Straumhraðinn er u.þ.b. eins og mesti róðrarhraði okkar.
Ég verð á straumkayak og fer á sjó frá Tangarbryggju í Bryggjuhverfi milli kl. 16 og 16:30.
Gott er að æfa þarna einnig á sjókayak og ef einhver vill líta á strauminn og eru allir velkomnir að æfa með mér.

Kveðja,
Gísli H. F.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 ágú 2012 16:06 #3 by Gíslihf
Það er hægt að æfa sig í straumnum undir Gullinbrú eins og margir vita ef valinn er tíminn mitt milli flóðs og fjöru. Þar hef ég verið nokkrum sinnum á sjókayak í félagsróðrum, en í dag var ég þar á straumkayak þrem tímum eftir flóð. Það er örstuttur róður frá Tangarbryggju í Bryggjuhverfinu undir Gullinbrúna og hægt að fá ferð til baka með straumnum ef farið er aðeins fjær hverfinu.

Mér fannst ég vera að læra nokkuð nýtt, sem er alltaf gaman. Það rann ljós upp fyrir mér eftir róðurinn með Jóa í Hvítá um daginn. Hann var að segja mér eitthvað sem ég skildi ekki alveg, að hægt væri að skríða þvert yfir straum (ferríglæda") milli lognpolla (eddys) með því að halda árinni í tiltekinni stöðu við síðuna straummegin þegar lagt er af stað. Ég hef hingað til haldið að við svona straumskrið þyrfti að róa sem óður væri á ská upp í strauminn. Þegar ég las svo leiðbeingingar í bók Eric Jackson fyrrv. heimsmeistara á straumkayak "Whitewater Paddling" þá talar hann um að nota árina eins og segl í straumnum og þá er hægt að sigla eins konar "beitivind" þvert á strauminn. Þetta þótti mér torskilið og nokkuð ótrúlegt, en skilja má að meðan hægt er að stinga árinni í vatn sem fer með öðrum hraða en báturinn þá er möguleiki að virkja þann mismun á straumhraða og stefnu.

Þetta var ég að prófa í dag og í stuttu máli þá gat ég rennt mér þvers og kruss yfir strauminn betur en áður, en margar tilraunir mistókust þó og enduðu með því að báturinn snarsnerist undan straumi. Það er með þetta eins og nýtt dansspor, það þarf að æfa og ég hef aldrei verið góður í þeirri íþrótt.
Auðvitað kunna þeir þetta margir straumræðararnir og nokkir meistarar í röstinni undir brúnni við Reykajnes - en enginn hefur kennt mér það enn!

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum