Grár Necky Looksha í gámi 4 - óskilabátur

28 ágú 2012 18:30 #1 by Gíslihf
Það er rétt að hafa stjórn á hlutunum, en þó á að virða lög og reglu. Líklega mætti flokka þennan bát sem óskilamun en það innan ramma klúbbsins, þannig að e.t.v. ekki er það sambærilegt við t.d. reiðhjól, sem lögreglan selur.
Um þetta efni má finna grein í Vísi 2009 þar sem segir:
Lögreglan hefur aflað fjár með uppboði á óskilamunum í gegnum tíðina. Réttarheimild fyrir geymslu og sölu þeirra er að finna í kansellí­bréfi frá árinu 1767. Samkvæmt því skulu óskilamunir geymdir í eitt ár og einn dag.
www.visir.is/radstofun-oskilamuna-breytt/article/2009106651035
Ekki veit ég hvor þessu hefur verið breytt með lögum síðar en vafalaust eru einhverjir klúbbfélagar löglærðir/-fróðir.
Ekki er heldur víst að um "ásetningsbrot" sé að ræða heldur gæti viðkomandi hafa ruglast á staðsetningu "í góðri trú" og gæti jafnvel verið "bonus pater familias".
Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2012 12:18 #2 by gsk
Gefum þessu viku og seljum hann svo hæstbjóðanda.

gsk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2012 11:37 #3 by palli
Sælinú

Sá/sú sem setti gráan Necky Looksha kayak í geymsluplássið hans Sigga Karls í gámi 4 er vinsamlegast beðin(n) að fjarlægja hann.

Það er ótækt að það sé verið að stinga bátum inn í annarra manna pláss þótt þau standi tóm í einhvern tíma. Það er búið að borga geymslugjöld fyrir þessi pláss og eigandinn á rétt á þeim allt árið hvort sem það er bátur í þeim eða ekki.

Takk og kveðjur,

Palli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum