Reykjaneshittingur 13-16 Sept.

31 ágú 2012 12:34 #1 by SAS
Fyrir áhugasama sem vilja taka þátt, þá þarf að hringja og bóka sig hjá Hotel Reykjanes, (www.hotelreykjanes.is)

Einhverjar upplýsingar er að finna á Facebook, leitið að "Reykjaneshausthittingur" eða ýtið á www.facebook.com/#!/events/128513453937496/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 ágú 2012 12:38 #2 by Guðni Páll
Lýsing Kayak padlling.

Sæfari hefur staðið fyrir vor og haust hitting í nokkur ár og eins og þeir vita sem hafa mætt er þetta samkoma misvannra kayakræðara sem skemmta sér og öðrum og kenna eða læra.

Reykjaneshittingur eru helgarsamkomur áhugafólks um kayakróður. Þar gefst vönum sem óvönum tækifæri til að spreyta sig, læra og miðla af þekkingu sinni í ótrúlega fallegri náttúru, fyrirmyndar aðstöðu og félagsskap skemmtilegs fólks. Falleg náttúran býður upp á róður innan um seli, lunda, óborganlegt fugla- og sjávarlíf auk þess sem rebbi er stundum sjáanlegur. Sundlaugin á Reykjanesi er stærsti "heiti potturinn" á landinu og kjörinn til æfinga á kayak. Gisting og aðstaða er til fyrirmyndar og ekki spillir verðið fyrir.

kveðja Sæfari

Verð: Miðað við allan pakkan frá fimmtudegi til sunnudags kr. 27900,-
Keyrsla: 3 tímar.
Fyrir þá sem ekki vita þá er Reykjanes á Vestfjörðum.


Kveðja
Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum