Tungufljóts kappróðurinn 2012

12 sep 2012 15:25 #1 by olafure
klúbbsurfski báturinn er mikið notaður á Nýja sjálandi í slíkum keppnum. Svona keppnir eru mjög víða og það eru margir surfski ræðarar sem eru líka í þessu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2012 12:32 #2 by jsa
Talandi um V-laga botna. Þá eru einmitt wild water racing bátarnir með V-laga botna og sérlega valtir.
Hérna er smá video til að átta sig á þessu, composite bátar, væng ára og allar græjur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2012 08:46 #3 by Steini
Þessi hugmynd kom upp í keppnisnefnd hér í denn, en ekkert varð af því þá, eins hvatti maður oft sjóbátamenn til að mæta í Hvítárferðina með sjókayak. Minn fyrsti straumkayak? var 4,6m langur og með V-laga botni, það var reyndar mikil framför að komast á þann næsta sem var aðeins 4m langur með flötum botni.

Hugmyndin er góð. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2012 07:27 #4 by jsa
Ég var s.s. ekki með neitt sérstakt í huga nema að stinga upp á keppni þar sem þessir tveir heimar straums og sjós gætu mæst. Gæti verið skemmtilegt. Ég sé fyrir mér að straumkayakræðararnir stæðu vel að vígi í flúðunum og straumskilunum, en sjókayakræðararnir myndu vinna á flötuköflunum. Þannig að þetta gæti verið spennandi keppni.

En það er varla mikið mál að róa sjókayökum niður Hvítá. Held meira að segja að það hafi verið gert. Ef menn eru að róa í brimi og sterkum röstum þá geta þeir róið Hvítá... spurning hinsvegar hvort það væri stemming að kíkja í Faxa á eftir :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 sep 2012 22:35 #5 by Gíslihf
Það mætti alveg prófa t.d. að fara á Romany eða öðrum liprum sjókæjak niður þessa leið, en ég er þó hræddum um að ef útaf ber þá ráðist ekki mikið við að stjórna svo löngum og stefnuföstum kæjökum í straumi og lognpollum eða að þeir gætu hreinlega stungist á endann. Ert þú ekki að tala um það sem Bretinn kallar "Wild water racing"?
Til þess skilst mér að helst séu notaðir bátar af millilengd 3-4 m, lengri en venjulegir straumkæjakar, enda eru þeir afar hægfara. Hins vegar virðast þetta geta verið bæði litlir kanóar (C1) og kæjakar (K1) og svo einnig tveggja manna C2 og K2. Hér er ein vefsíða um þessa grein www.wildwater.org.uk - við eigum hins vegar enga slíka báta svo að ég viti til.

Hins vegar þætti mér áhugavert að fara þessa leið á mínum tveggja manna kanó ef einhver þorir með mér, ég er nokkuð viss um að tveir röskir ræðarar á honum yrðu á undan flestum straumbátunum. Það er reyndar nokkur hætta að velta kanónum á straumskilum fyrir lítt þjálfaða ræðara og talsverð vinna að bjarga honum og þyrfti öryggisfylgd með.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 sep 2012 16:55 #6 by jsa
Hvernig væri að hafa kappróður frá Brúarhlöðum niður á Drumbó. Gæti verið mega töff mót fyrir sjó- og straumræðara, allir á sjókayökum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 sep 2012 11:42 #7 by Jói Kojak
Það voru ekki nema sjö keppendur sem mættu til leiks í gær, sex í karlaflokki og einn í kvennaflokki.Keppnin var skemmtileg og veðrið frábært, logn og sól.

Fyrirkomulagið var með sama sniði og hefur verið undanfarin ár. Þrír til fjórir keppendur ræstir samtímis og tveir fyrstu úr hverjum riðli komust áfram. Til að gera keppnina ennþá meira spennandi þurfa keppendur að ná einu eddy-i og þar breytist staðan iðulega.

Úrslit:

Karlar
1. Reynir Óli Þorsteinsson
2. Ragnar Karl Gústafsson
3. Friðrik Rúnar Garðarsson

Konur
1. Tinna Sigurðardóttir
2. ?
3. ?

Takk þið sem mættuð.

Myndir hér:

picasaweb.google.com/115495377954517001255/Tungufljot2012

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 sep 2012 10:43 #8 by Jói Kojak
Menn þurfa bara að vera hressir og hafa aðgang að straumbáti. Skemmir ekki fyrir að vera með veltuna á hreinu.

Ertu að hugsa um að mæta?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2012 15:49 #9 by Guðni Páll
Hvað þurfa menn að geta til að taka þátt í svona?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 ágú 2012 13:51 #10 by Jói Kojak
Jæja, þá er loksins komið að því. Tungufljóts kappróðurinn árlegi verður haldinn laugardaginn 8. september.

Í fyrstu atrennu er stefnt að því að ræsa um kl. 14:00 en það gæti þó átt eftir að breytast. Kannski ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er að menn og konur láti sjá sig þarna uppfrá, með bát eða án.

Fyrirkomulag keppninnar er svokallað Boatercross, þar sem þrír til fjórir eru ræstir samtímis og tveir fyrstu í mark úr hverju holli fara áfram þar til einn stendur uppi sem sigurvegari.

Keppnin fer að venju fram í flúðunum rétt ofan við brúna yfir Tungufljót - á milli Geysis og Gullfoss. Næg bílastæði.

Hér er hlekkur á viðburðinn á facebook:

www.facebook.com/events/311670972265190/?context=create

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum