Félagsróður 30. ágúst

31 ágú 2012 16:34 #1 by Siggisig
Það voru 16 vaskir ræðarar mættir í félagsróður í gærkvöldi í sæmilegu haustveðri. Haldið var með ströndu í skjóli fyrir austanáttinni út Eyðsvíkina hjá Fjósaklettum og Gufunesi og inn í Grafarvog. Útfall var að byrja og aðeins var farið að streyma úr voginum undir Gullinbrúnni. Allir réru þó létt upp strauminn og var tekið land við kirkjufót og snætt nesti í góðu skjóli gróðurs. Síðan var haldið niður strauminn og var nú aðeins komin hreyfing á vatnið undir brúnni. Þar fengu menn og konur að leika sér um stund áður en haldið var sömu leið til baka. Nokkuð var farið að blása af austri þegar við komum fyrir Gufunesið og þurfti fólk að taka hraustlega til ára sinna. Allt gekk þetta vel og fengum við eina rokbjörgunaræfingu í bónus. Undirritaður var skipaður róðrarstjóri og auk hans mættu eftirfarandi sem ég ætla nú að reyna að nefna en biðst velvirðingar ef það er ekki rétt með farið. Páll, Sveinn Axel, Karl Ágúst, Gísli K, Gísli, Egill, Örlygur, Össur, Sigurjón (hinn) Ragnheiður, Katrín, Klara, Lárus, Þorbergur og Guðni Páll. Þakka vel fyrir skemmtilegan róður. Kveðja Sigurjón

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum